Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 76
Jón R. Hjálmarsson:
Sjaldan hef ég orðið eins hissa
Smásaga
Það var fyrir tæplega einum áratug að ég var beðinn um að gerast
leiðsögumaður með útlendum ferðamönnum, sem ætluðu að
ferðast hér á landi um tveggja vikna skeið. Játaði ég þessari bón, af
því að ég var í sumarleyfi á þessum tíma og hef alltaf ánægju af
ferðalögum um landið okkar. Hópur þessi var frá Bandaríkjunum
og kom hingað á vegum Ferðaþjónustu Loftleiða, er annaðist
móttöku og skipulagingu alla, en frumkvæðið að ferðinni vestan
hafs átti Sögufélag Minnesotaríkis og flestir þátttakendur voru
félagsmenn þess.
í hópi þessum voru um þrjátíu manns, karlar og konur á öllum
aldri. Forystu fyrir liðinu hafði aðalfararstjóri og honum til
aðstoðar var varafararstjóri, svo að vel var fyrir öllu séð.
Allmargt af fólkinu var af norskum og sænskum ættum eins og
algengt er í sléttulöndum Norður-Ameríku og fáeinir reyndust af
íslensku bergi brotnir, þótt ekki kynnu þeir mikið í tungu forfeðra
sinna hér á gamla Fróni. En þetta var allt saman glaðlegt og frjáls-
mannlegt fólk og skemmtilegt að vera samvistum við það á allan
hátt.
Ferðin um landið var skipulögð með nokkuð óvenjulegum hætti
og skipt niður í nokkra áfanga. Einnig var ýmist farið með lang-
ferðabílum eða flugvélum milli staða sem líka er fremur fátítt. En
ekki ætla ég að fjölyrða um þessa ferð í smáatriðum að sinni, þótt
margs væri vissulega að minnast, heldur aðeins segja frá atviki í
upphafi ferðar, sem leit nokkuð illa út um tíma og hefur orðið mér
eftirminnilegt af þeim sökum, en þó sérstaklega vegna þess sem á
eftir fylgdi, löngu síðar.
74
Goðasteinn