Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 110
Meðfrain lækjum og giljum eru valllendisbakkar. Alll er landið
grasivaxið nema eyrar með læknum. Jarðvegur í mýrum er um 4 m
þykkur en í holtum víða 50—70 cm. Móklöpp og móberg eru undir
jarðvegi. Jörðin verður að teljast góð bújörð, beit og slægjur hafa
verið nægar í venjulegu árferði og ræktunarmöguleikar miklir, víða
mjög skjólgott.
Fyrr á tímum var siiungur úr Rauðalæk gott búsílag — það var
einkum meðan vötn féllu vestur um Djúpós. Þá gekk stórsilungur
í Rauðalæk. Það hefur mjög breyst hin síðustu ár. Örnefni í landi
Syðri-Rauðalækjar nálgast eitt hundrað og hafa þau verið merkt
inn á kort.
Árið 1941 var búið að gera verulegt átak í túnrækt á Syðri-
Rauðalæk. Ég giska á að þá hafi túnið verið 12—15 hektarar að
stærð, að vísu þýft á blettum en úr því var bætt á næstu árum á eftir
og túnið fært út. Áveita — Dæla — var „fyrir ofan Holt” þar hafði
verið mynduð uppistaða með fyrirhleðslu. Þar var oft gott gras sem
nálgaðist að vera kúgæft. Bersýnilegt er að mikið hefur verið gert
að því á Syðri-Rauðalæk að mynda uppistöður til að auka grasvöxt.
Má víða sjá fyrirhleðslur því til sannindamerkis. Þá mótar enn fyrir
allmiklu mannvirki þar sem gerð hefur verið tilraun til að leiða vatn
úr Dælunni fyrir ofan Holt alllanga leið á svonefnda Markhóls-
mýri.
íbúðarhúsið á Syðri-Rauðalæk, það sem í notkun var árið 1941,
var að stofni til frá árinu 1897. Sem kunnugt er, gengu jarðskjálftar
yfir Suðurland síðsumars 1896. Þær hamfarir hafa rekið á eftir
endurbyggingu bæjarhúsa. Ekki er mér kunnugt um hversu hús
voru útleikin þá. Þó heyrði ég sagt að „hellishlaðan” austan við
bæinn hefði verið reist á rústum hellis, sem hrundi í jarðskjálft-
unum, vafalítið 1897. Áðurnefnt íbúðarhús á Rauðalæk var hæð,
ris og kjallari. Það var með „brotnu” þaki upphaflega og kvisti.
Það var endurbyggt 1917, þaki þess þá breytt og síðan aftur lagfært
verulega 1937 og þá steyptur undir það kjallari og um svipað leyti
lögð í það miðstöð.
Lítill skúr var vestan við húsið og þar geymd reiðtygi og ýmis
áhöld. Austan við íbúðarhúsið var viðbygging, skemma og
skemmuloft. Skemman var notuð sem smíðahús við minni háttar
108
Goðasteinn