Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 13
við Kandahar. Þau eignuðust tvær dætur sem komust til aldurs.
Þær giftust báðar en eignuðust ekki börn. Jón Sigurðsson frá
Steinum lifir því í verkum sínum, ekki í niðjum. Ljósmynd af
Sesselju, sem varðveist hefur í Næfurholti, er í raun hið eina sem
minnir á hana hér á landi. Hún sýndi móður sinni jafnan
ræktarsemi og sendi henni nokkurn framfærslueyri síðustu árin.
*
Sigurgeir Þorgrímsson ættfræðingur og Peter Loptson prófessor við háskólann
í Saskatchewan í Kanada veittu aðstoð við að rekja feril Sesselju Jónsdóttur.
r
Bréf til Jóns Arnasonar
Steinum undir Eyjafjöllum, þann .. jan. 1863
Heiðraði menntavinur. í fyrrasumar þegar bókbindari herra Jón
Borgfjörð var hér á ferð að selja bækur, spurði hann mig um ýmsar
bækur, helzt fornfræði viðvíkjandi. Þá gat ég um, að ég ætti þátt
af Brynþvara. Hann beiddi mig að skrifa hann upp fyrir sig og þar
með, sem svaraði þremur örkum af sögunr, kvæðum og þuium
viðvíkjandi íslands-ævintýrum. Sagði hann ég skyldi þá fá að
ritlaunum Laxdæla sögu, sem verið væri að prenta og mundi hann
koma hingað aptur að sumri (1862). Eg vonaðist altíð eptir honum
í sumar. Hann gat þess að ef ég vildi skrifa sér til, væri mér bezt
að senda það til yðar, þér mundið koma því, Þegar ég sá hann ekki,
beiddi ég póstinn til að taka það af mér, enn ég hafði ekkert til að
gefa honum á það, varð svo að verða af því.
Þegar ég sá íslands þjóðsögur í haust, fór ég að safna meira, enn
um daginn, þegar ívar var hér á ferðinni, beiddi ég hann að taka
það með sér. Lofaði hann því ef ég borgaði sér flutninginn. Nú er
ég svo fátækur að ég á ekki nema eina 5 skildinga til, verð því að
taka hitt til láns, hvenær sem ég get borgað það.
Gaman þætti mér gætuð þér látið mig fá Laxdælu fyrir þetta,
eins og nafni minn lofaði mér.
Fátækt og fróðleikslöngun á ekki vel saman. Hennar vegna verð
ég að vera án bóka nema þeirra sem ég get skrifað upp og bagar mig
Goðasteinn
11