Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 72
Þórður Tómasson:
Skyggnst um bekki í byggðasafni XXXII
Grafarreiðinn góði
Haustið 1952 bar mig fyrst að gömlum rausnargarði, Gröf í
Skaftártungu, og var vel fagnað af húsráðendum, Jóhannesi
Árnasyni og konu hans, Ólöfu Gísladóttur. Margt innan veggja
minnti á það að þarna hafði sama ætt setið lengi að búi og ekki
kastað á glæ öllu sem vitnaði um gamla heimilismenningu. í
stofunni var merkasti minjagripurinn, söðull Þuríðar Eiríksdóttur
húsfreyju í Gröf, móður Ólafar (1851—1928). Hann skartaði með
glitofnu söðuláklæði og söðulsessu. Þetta var einn af þeim gömlu,
djúpu söðlum sem víðast féllu úr notkun fyrir aldamótin 1900.
Þuríður í Gröf notaði sinn söðul fram um 1920. Söðuláklæðið var
ofið af Guðnýju Jónsdóttur í Hlíð, mágkonu Þuríðar í Gröf.
Söðullinn var reiðalaus og minnti Ólöfu í Gröf að móðir hennar
hefði fengið bróðursyni sínum, Páli Sveinssyni yfirkennara í
Reykjavík, reiðann i hendur og kunni ekki meira frá honum að
segja, en að vísu mundi hún glöggt til þess að hann hafði verið
látúnsbúinn.
I stofuhillu í Gröf sá ég vænt látúnslauf, skreytt með gangalaverki
og neglt á sútað leður. Fór ekki milli mála að það hlaut að vera frá
söðulreiða og raunar greinilegt hvar það hafði átt heima á honum,
til hliðar við reiðakúluna.
Löngu seinna leitaði ég til séra Páls Pálssonar á Bergþórshvoli í
Landeyjum og spurðist fyrir um það hvort Páll Sveinsson faðir hans
hefði átt látúnsbúinn söðulreiða kominn frá Gröf í Skaftártungu.
Séra Páll svaraði mér að bragði í sendibréfi og kvað engan slíkan
grip hafa verið til í eigu föður síns. Varð ég svo með öllu afhuga
söðulreiða Þuriðar í Gröf um sinn, en þar reyndist þó ekki öll nótt
úti.
70
Goðasteinn