Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 14
þá oft pappírsskortur. í fyrra árs Þjóðólfi hafið þér í ljós látið
áhuga fyrir aukningu Stiptsbókasafnsins. Af þeim áhuga yðar datt
mér í hug að láta yður vita hverjar bækur hér eru fáanlegar hjá
einum nábúa mínum (Jóni Vogfjörð, Jónssyni fyrrum prests til
Dalsþinga). Það eru helst ýmsar sögur, allar skrifaðar af föður
hans: Sigurðar saga Þögla, Amuratis saga og barna hans, Hálf-
dánar saga Brönufóstra — í henni er kafli sem ekki er til í þeirri
prentuðu — fráteknu sem ýkt er um Ála — Sörla saga sterka og
fleiri af þeim sem prentaðar eru, svo sem af Hrólfi konungi
Gautrekssyni, Saga af Gunnari Keldugnúpsfífli, Rímur af
Álaflekk, Nítidá meykonungi, Pólemstator og Möndulþvara,
Gríshildi góðu (el: þolinmóðu), Rímur af Sigurgarði og Valbrandi
og Otúel, báðar eptir Guðmund B. þ.s. Rímur af Borgálfi jötni og
margt fleira sem ég man ekki, Tíðavísur eptir síra Þorlák Þórarins-
son, Barnaljóð eptir síra Vigfús á Stöð, Kristindómsbók eptir
biskupinn Vídalín og hitt og þetta af ýmsu tagi svo sem: Stutt
undirretning um Tíundir af dómkirkjanna, klaustra m.m. jörðum.
Eptir Jón prófast Vigfússon í Hítardal og fleiri ritgjörðir líks efnis.
Stóridómur. Um Noregs og Danakonunga eptir Pál Vídalín.
Ritgjörð um Bergþórsstatútu eptir Jón prófast í Hítardal. En engi
þessara ritgjörða fæst ókeypis, jafnvel þó þær séu að týnast og
rotna niður.
Ef að þér kynnuð að girnast þetta annaðhvort fyrir yður sjálfa
eður aðra þá verðið þér að láta mig vita það með fyrstu ferð og þá
mun ég biðja hann um það sem þér á bendið. Væri svo þér heldur
vilduð láta skrifa það upp þá skal ég gjöra það ef að þér borgið mér
nokkru ritunina.
Ef að þér vilduð þá get ég safnað meira af smásögum þeim, sem
hér eru sagðar manna á milium, og stöku kvæði. En þá verð ég að
fá bréf þar uppá með næstu póstferð.
Með virðingu.
Jón Sigurðsson.
Jón Árnason hefur ritaðá bréf: „22/3 ’63 svarað, lofaðGíslasögu fyrir hið senda
safn ef hann sækir hana eða lætur sækja, af hinum bókunum (Jóns Vogfjörðs) vil
ég ekki nema Gunnars sögu Keldugnúpsfífls og Gríshildar móti prentaðri sögu.”
Afrit Jóns í Steinum af Brynþvara þætti er nú í Lbs. 421, 8vo.
Rangt er hér farið með föðurnafn séra Jóns Halldórssonar í Hítardal.
12
Goðasteinn