Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 5
Þórður Tómasson:
Fræðaþulurinn í Steinum
Fyrstu kynni
Ég man það eins og það hefði skeð í gær, faðir minn kom utan
frá Hvammi og Sigurjón blessaður hafði léð honum bók að lesa,
lúða, blakka og vart blaðheila, en ekki liafði ég fyrr opnað hana
og litið á efnið, en ég varð líkt og töfrum sleginn. Þarna sá ég þá
sögurnar úr sveitinni minni, sem garnla fólkið hafði verið að tæpa
á og hugur minn stóð til, um Vallatúns-Móra, um barna-Hjalta og
Önnu á Stóru-Borg, um byggðina í Steinum, um Hrútshelli, um
vatnsandann í Holtsá og margt fleira forvitnilegt. Bókin hét Þjóð-
sögur og munnmæli og var gefin út af dr. Jóni Þorkelssyni í
Reykjavík 1899. Hún var auðvitað lesin hátt fyrir heimafólkið en
þar fyrir utan'las ég sögur hennar aftur og aftur.
Mörgum árum seinna eignaðistæg sgemilegt eintak af Þjóðsögum
Jóns Þorkelssonar og varð glaður við, en þó var eins og eitthvað
vantaði. Ég skynjaði fyrir.skömmu hvað það var er ég handlék
gömlu bókina_hans Sigurjóns í Hvammi, eða það sem eftir var af
henni eftir fjölmörg lán bæ frá bæ, og um mig fór ylur löngu
liðinna skammdegiskvölda heima í Vallatúni.
Einn þáttur í vinfengi mínu við þessa bók var sá, að langafa-
bróðir minn, Páll Sigurðsson í Árkvörn, var einn af sagnamönnum
hennar, en annar sagnamaður hennar varð fljótt vinur minn. Nafn
hans var Jón Sigurðsson í Steinum. En hver var þá þessi Jón
Sigurðsson í Steinum? Ég fór að spyrja gamla fólkið um hann en
undarlega fátt var af honum að frétta. Það var ekki fyrr en ég leiddi
hann í tal við Þuríði ljósmóður í Hvammi, móður Sigurjóns, að ég
varð einhvers vísari. Hún mundi vel æskumanninn Jón í Steinum
og sagði að hann hefði verið vel þekktur fyrir fýsni í allan fróðleik
Goöasteinn
3