Goðasteinn - 01.06.1985, Page 5

Goðasteinn - 01.06.1985, Page 5
Þórður Tómasson: Fræðaþulurinn í Steinum Fyrstu kynni Ég man það eins og það hefði skeð í gær, faðir minn kom utan frá Hvammi og Sigurjón blessaður hafði léð honum bók að lesa, lúða, blakka og vart blaðheila, en ekki liafði ég fyrr opnað hana og litið á efnið, en ég varð líkt og töfrum sleginn. Þarna sá ég þá sögurnar úr sveitinni minni, sem garnla fólkið hafði verið að tæpa á og hugur minn stóð til, um Vallatúns-Móra, um barna-Hjalta og Önnu á Stóru-Borg, um byggðina í Steinum, um Hrútshelli, um vatnsandann í Holtsá og margt fleira forvitnilegt. Bókin hét Þjóð- sögur og munnmæli og var gefin út af dr. Jóni Þorkelssyni í Reykjavík 1899. Hún var auðvitað lesin hátt fyrir heimafólkið en þar fyrir utan'las ég sögur hennar aftur og aftur. Mörgum árum seinna eignaðistæg sgemilegt eintak af Þjóðsögum Jóns Þorkelssonar og varð glaður við, en þó var eins og eitthvað vantaði. Ég skynjaði fyrir.skömmu hvað það var er ég handlék gömlu bókina_hans Sigurjóns í Hvammi, eða það sem eftir var af henni eftir fjölmörg lán bæ frá bæ, og um mig fór ylur löngu liðinna skammdegiskvölda heima í Vallatúni. Einn þáttur í vinfengi mínu við þessa bók var sá, að langafa- bróðir minn, Páll Sigurðsson í Árkvörn, var einn af sagnamönnum hennar, en annar sagnamaður hennar varð fljótt vinur minn. Nafn hans var Jón Sigurðsson í Steinum. En hver var þá þessi Jón Sigurðsson í Steinum? Ég fór að spyrja gamla fólkið um hann en undarlega fátt var af honum að frétta. Það var ekki fyrr en ég leiddi hann í tal við Þuríði ljósmóður í Hvammi, móður Sigurjóns, að ég varð einhvers vísari. Hún mundi vel æskumanninn Jón í Steinum og sagði að hann hefði verið vel þekktur fyrir fýsni í allan fróðleik Goöasteinn 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.