Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 93
vatninu, þar sem byggðin Sandvík eða Sandy Bar hafði staðið, en
fátt er þar nú eftir af minnismerkjum, nema þá helst kirkjugarður-
inn, sem auðvitað segir sögu á sinn hátt.
Á heimleiðinni til Winnipeg komum við aftur til Gimli og var þá
boðið í síðdegiskaffi hjá Þjóðræknisdeild bæjarins. Voru þar
bornar fram ágætar veitingar, flutt ávörp og ræður og við félagarnir
leystir út með gjöfum. Flestir voru þarna af íslenskum ættum, en
þó ekki alveg allir, svo að samræður fóru ýmist fram á íslensku eða
ensku eins og algengt er á mannamótum á þessum slóðum.
Eftir þetta samkvæmi bauð Ted Árnason, bæjarstjóri í Gimli,
okkur í ökuferð með sér. Fórum við með honum niður að vatni, þar
sem tangi einn ber nafnið Víðirnes og er talinn vera staðurinn, þar
sem fyrstu íslensku landnemarnir stigu á land í Nýja-íslandi hinn
22. október árið 1875. Hafði þarna verið reist minnismerki til
heiðurs við brautryðjendurna. Að endingu fórum við svo í síðdegis-
boð hjá þeim Ted borgarstjóra og Majorie konu hans, sem einnig
er af íslenskum ættum. Var það hinn ágætasti mannfagnaður eins
og hvarvetna, þar sem við lentum í samfélagi við vestur-íslenskt
fólk.
Síðla dags héldum við svo með Garry Anderson suður til
Winnipegborgar eftir langan, viðburðaríkan og sérlega skemmti-
legan dag. Þannig liðu dagar okkar í Manitoba. Sífellt var eitthvað
merkilegt að gerast og við hittum fjölda af áhugaverðu og skemmti-
Iegu fólki. En eins og allir dagar eiga kvöld, þá lauk veru okkar þar
vestra fyrr en varði.
Hinn 12. maí héldum við út á flugvöllinn við Winnipeg,
kvöddum vini og velgjörðamenn og stigum upp í flugvél. Fyrst
flugum við til Grand Forks og síðan til Minneapolis, en þar loks
náðum við í vél sem við komumst með til New York. Þar stönsuðum
við í tvo daga og höfðum nóg að gera við að skoða þessa risavöxnu
stórborg. Eitt með öðru sem við gerðum var að fara upp í Empire
State bygginguna, sem er 102 hæðir samtals og rís upp i 381 metra
hæð upp frá götunum, sem hún stendur við. Undir kvöld hinn 14.
maí stigum við svo upp í flugvél frá Flugleiðum og lentum heima
árla morguns 15. maí eftir skemmtilega og stórfróðlega ferð í
vesturvegi.
Goðasteinn
91