Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 77
Við hófum ferðina á sólbjörtum sumardegi og var ráðgert að aka
þenna fyrsta dag austur yfir Mosfellsheiði og skoða Þingvelli, Geysi
og Gullfoss. Síðan skyldi farið yfir Hvítá hjá Brúarhlöðum og ekið
niður Hreppa og Skeið og haldið um Selfoss og Hveragerði til
Reykjavíkur um kvöldið. Ég tók við hópnum á Loftleiðahótelinu,
þar sem aðalfararstjórinn varð eftir sér til hvíldar, en sendi vara-
fararstjórann með liðinu í sinn stað.
Við ókum sem leið liggur upp frá Reykjavík og síðan um Vestur-
landsveg, þar til við beygjum áleiðis til Þingvalla. Þá var ekið til
austurs um Mosfellsdal og Mosfellsheiði og ekki numið staðar fyrr
en við komum á bílastæðið við efri enda Almannagjár. Ég
spjallaði við fólkið eins og vera bar, en stillti þó orðræðu allri í hóf,
svo sem ég er vanur í upphafi ferðar. Þó sagði ég stuttlega frá stað-
háttum og mannlífi á þessum slóðum og minnti meðal annars á þau
tvö höfuðskáld, sem tengjast Mosfellsdal með nokkrum hætti,,
annað á tíundu og hitt á tuttugustu öld, en það eru þeir Egill
Skallagrímsson á Mosfelli og Haildór Laxness á Gljúfrasteini. Féll
sá fróðleikur í góðan jarðveg og fann ég brátt að allmargir þessara
ferðalanga vissu talsvert um ísland, sögu þjóðarinnar og menningu
að fornu og nýju.
En brátt lá heiðin að baki og hallaði undan fæti niður að Þing-
völlum. Ármannsfell, Skjaldbreiður og Hrafnabjörg ljómuðu í
sólarbirtunni og „djúpið mæta mest á Fróni,” sjálft Þingvallavatn,
lá spegilslétt og skínandi fyrir fótum okkar. Þetta var einn þessara
undurfögru sumardaga, þegar tíminn stendur kyrr og maður
gleymir því, að nokkurntíma hafi verið vont veður. Ég sagði nokkur
orð um jarðfræði og sögu Þingvalla og lauk svo máli með venjulegri
áminningu um, að allir færu varlega, því að víða væru gjár og
sprungur, hraungrýti og hamrar, svo að sýna þyrfti ýtrustu gætni.
Ég fór út úr bílnum og komu samferðamennirnir á eftir, hver af
öðrum, en bílstjórinn ók burtu, þar sem hann átti að bíða okkar á
völlunum fyrir neðan Öxará. Hópinn bað ég að ganga með mér upp
á útsýnisstaðinn við gjána, þar sem gott væri að átta sig á kenni-
leitum og taka myndir af bæ og kirkju, fjöllum, völlum og vatni.
Þar sem gengið er af bílastæðinu upp að útsýnisskífunni er dálitil
hraunsprunga, sem ekki lætur mikið yfir sér. Hún er þó allt að
Goðasteinn
75