Goðasteinn - 01.06.1985, Page 77

Goðasteinn - 01.06.1985, Page 77
Við hófum ferðina á sólbjörtum sumardegi og var ráðgert að aka þenna fyrsta dag austur yfir Mosfellsheiði og skoða Þingvelli, Geysi og Gullfoss. Síðan skyldi farið yfir Hvítá hjá Brúarhlöðum og ekið niður Hreppa og Skeið og haldið um Selfoss og Hveragerði til Reykjavíkur um kvöldið. Ég tók við hópnum á Loftleiðahótelinu, þar sem aðalfararstjórinn varð eftir sér til hvíldar, en sendi vara- fararstjórann með liðinu í sinn stað. Við ókum sem leið liggur upp frá Reykjavík og síðan um Vestur- landsveg, þar til við beygjum áleiðis til Þingvalla. Þá var ekið til austurs um Mosfellsdal og Mosfellsheiði og ekki numið staðar fyrr en við komum á bílastæðið við efri enda Almannagjár. Ég spjallaði við fólkið eins og vera bar, en stillti þó orðræðu allri í hóf, svo sem ég er vanur í upphafi ferðar. Þó sagði ég stuttlega frá stað- háttum og mannlífi á þessum slóðum og minnti meðal annars á þau tvö höfuðskáld, sem tengjast Mosfellsdal með nokkrum hætti,, annað á tíundu og hitt á tuttugustu öld, en það eru þeir Egill Skallagrímsson á Mosfelli og Haildór Laxness á Gljúfrasteini. Féll sá fróðleikur í góðan jarðveg og fann ég brátt að allmargir þessara ferðalanga vissu talsvert um ísland, sögu þjóðarinnar og menningu að fornu og nýju. En brátt lá heiðin að baki og hallaði undan fæti niður að Þing- völlum. Ármannsfell, Skjaldbreiður og Hrafnabjörg ljómuðu í sólarbirtunni og „djúpið mæta mest á Fróni,” sjálft Þingvallavatn, lá spegilslétt og skínandi fyrir fótum okkar. Þetta var einn þessara undurfögru sumardaga, þegar tíminn stendur kyrr og maður gleymir því, að nokkurntíma hafi verið vont veður. Ég sagði nokkur orð um jarðfræði og sögu Þingvalla og lauk svo máli með venjulegri áminningu um, að allir færu varlega, því að víða væru gjár og sprungur, hraungrýti og hamrar, svo að sýna þyrfti ýtrustu gætni. Ég fór út úr bílnum og komu samferðamennirnir á eftir, hver af öðrum, en bílstjórinn ók burtu, þar sem hann átti að bíða okkar á völlunum fyrir neðan Öxará. Hópinn bað ég að ganga með mér upp á útsýnisstaðinn við gjána, þar sem gott væri að átta sig á kenni- leitum og taka myndir af bæ og kirkju, fjöllum, völlum og vatni. Þar sem gengið er af bílastæðinu upp að útsýnisskífunni er dálitil hraunsprunga, sem ekki lætur mikið yfir sér. Hún er þó allt að Goðasteinn 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.