Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 98
Á heimleið úr kaupstað
Á ísköldu vetrarkvöldi 1877 var maður að nafni Halldór Jónsson
á heimleið úr kaupstaðarferð. Hann var dapur í skapi, því að hann
hafði lítið getað keypt, þar sem peningar brugðust, sem hann átti
von á. Hann hugsaði um fólkið sitt heima, sem hafði lítið að bíta
og brenna, og nú kæmi hann næstum tómhentur og hefði ekki einu
sinni fisk í soðið meðferðis.
Skyndilega hrökk hann upp úr hugsunum sínum og sá þá hvar
stór maður með tvær fiskkippur kom gangandi móti honum í
myrkrinu og hríðarmuggunni. Þetta var Indíáni að koma úr veiði-
lerð með soðningu handa fólki sínu heinra. Halldór tók eftir því að
maðurinn var berhentur og vissi að kalt mundi vera að bera þannig
blautan fiskinn með berum höndunr. Það flaug í gegnum huga hans
hversu heitur og vel settur hann væri með hendur sínar í tvennum
ullarvettlingum. Hann gaf manninum merki um að stansa, tók af
sér ytri vettlingana og rétti honum. Svipur Indíánans, sem var John
Ramsey, glaðnaði við. Hann stakk höndum sínum óðar í vettl-
ingana og án þess að segja orð, rétti hann Halldóri aðra fisk-
kippuna. Jafnskjótt var hann horfinn út í myrkrið, en Halldór gekk
heim á leið léttari í skapi og færði nú fólki sínu góða björg í bú.
Sokkar fyrir fisk
Þegar íslendingar voru að nema lönd norður með Winnipeg-
vatni, voru þar engir hvítir menn fyrir, en aftur á móti talsvert af
Indíánum. Samskipti íslensku landnemanna og rauðskinna voru
yfirleitt góð og friðsamleg, svo að varla kom þar til árekstra. Eru
til allmargar sögur af því, hvernig þetta fólk, þó af ólíkum kyn-
stofnum væri, starfaði saman, kenndi hvert öðru og hjálpaðist að
við að bjarga sér. Meðal annars kenndu Indíánar landnemunum að
veiða dýr í skóginum og fiska í vatninu. í staðinn gáfu íslendingar
þeim ullarsokka og vettlinga og leyfðu þeim að tjalda í nágrenni við
bústaði sína. Indíáni einn, John Ramsey að nafni, er oft nefndur í
gömlum sögnum þar vestra og þá jafnan að góðu einu. Reyndist
hann landnemum oft mikil hjálparhella. Ein sagaaf honum hljóðar
svo:
96
Goðasteinn