Goðasteinn - 01.06.1985, Síða 98

Goðasteinn - 01.06.1985, Síða 98
Á heimleið úr kaupstað Á ísköldu vetrarkvöldi 1877 var maður að nafni Halldór Jónsson á heimleið úr kaupstaðarferð. Hann var dapur í skapi, því að hann hafði lítið getað keypt, þar sem peningar brugðust, sem hann átti von á. Hann hugsaði um fólkið sitt heima, sem hafði lítið að bíta og brenna, og nú kæmi hann næstum tómhentur og hefði ekki einu sinni fisk í soðið meðferðis. Skyndilega hrökk hann upp úr hugsunum sínum og sá þá hvar stór maður með tvær fiskkippur kom gangandi móti honum í myrkrinu og hríðarmuggunni. Þetta var Indíáni að koma úr veiði- lerð með soðningu handa fólki sínu heinra. Halldór tók eftir því að maðurinn var berhentur og vissi að kalt mundi vera að bera þannig blautan fiskinn með berum höndunr. Það flaug í gegnum huga hans hversu heitur og vel settur hann væri með hendur sínar í tvennum ullarvettlingum. Hann gaf manninum merki um að stansa, tók af sér ytri vettlingana og rétti honum. Svipur Indíánans, sem var John Ramsey, glaðnaði við. Hann stakk höndum sínum óðar í vettl- ingana og án þess að segja orð, rétti hann Halldóri aðra fisk- kippuna. Jafnskjótt var hann horfinn út í myrkrið, en Halldór gekk heim á leið léttari í skapi og færði nú fólki sínu góða björg í bú. Sokkar fyrir fisk Þegar íslendingar voru að nema lönd norður með Winnipeg- vatni, voru þar engir hvítir menn fyrir, en aftur á móti talsvert af Indíánum. Samskipti íslensku landnemanna og rauðskinna voru yfirleitt góð og friðsamleg, svo að varla kom þar til árekstra. Eru til allmargar sögur af því, hvernig þetta fólk, þó af ólíkum kyn- stofnum væri, starfaði saman, kenndi hvert öðru og hjálpaðist að við að bjarga sér. Meðal annars kenndu Indíánar landnemunum að veiða dýr í skóginum og fiska í vatninu. í staðinn gáfu íslendingar þeim ullarsokka og vettlinga og leyfðu þeim að tjalda í nágrenni við bústaði sína. Indíáni einn, John Ramsey að nafni, er oft nefndur í gömlum sögnum þar vestra og þá jafnan að góðu einu. Reyndist hann landnemum oft mikil hjálparhella. Ein sagaaf honum hljóðar svo: 96 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.