Goðasteinn - 01.06.1985, Side 9

Goðasteinn - 01.06.1985, Side 9
fljótt komist í kynni við prest og fjölskyldu hans og tekur að yrkja lofvísur um börn prests og um reiðhross hans, sum hver fræg í sögum. Handritið var afhent Landsbókasafni til eignar af Páli Jónssyni verslunarmanni frá Hjarðarholti, stjórnarmanni Elliheimilisins Grund í Reykjavík og kynni áður að hafa verið í eigu einhvers dvalarmanns þar, en annars er ekkert vitað um feril þess. Jón Borgfirðingur kom við í Steinum í bóksöluferð þann 13. júlí 1861 og nafni hans fór ekki framhjá honum: „Unglingspiltur var þar undarlegur en vel gáfaður.” Jón Borgfirðingur hafði hús nafna síns, Árnasonar þjóðsagnasafnara, í huganum og fór þess á leit við Jón í Steinum að hann tæki að safna þjóðfræðum. Árið 1862 hófst útgáfan á Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Sama ár barst safnið austur undir Eyjafjöll í hendur á lestrarfúsu fólki. Ungum manni í Steinum var þetta eins og himinsending og köllun til meiri starfa. Upp úr því hefjast bréfaskriftir Jóns í Steinum og Jóns Árnasonar og haldast næstu árin. Bréf Jóns í Steinum eru varðveitt í bréfasafni Jóns Árnasonar í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn. Láta þau marga fræði í té um aðstæður surnra þeirra sem unnu fyrir Jón Árnason í ónretanlegu starfi hans við að bjarga sál þjóðar sinnar og þjóðararfi. Fátækt Steina-Jóns var svo himinhrópandi að hann átti oft ekki pappír til að skrifa á, ekki aura undir eitt bréf. Á sama tíma er liann hvarvetna á höttunum eftir gömlum handritum og sendir Jóni Árnasyni dýrmæt handrit, sem hann setti inn í einkasafn sitt og sem Jón Sigurðsson forðaði síðar frá því að verða seld úr landi. Þjóðsagnahandrit Jóns Sigurðssonar í safni Jóns Árnasonar, Lbs. 421, 8vo, var of seint á ferð til þess að komast í þjóðsagna- útgáfuna 1862—1864. Jón Þorkelsson og fleiri sóttu í það efni til útgáfu og misjafnlega vel með það farið og er þjóðsagnaútgáfa Jóns 1899 til vitnis um það. Nú er völ á góðri útgáfu á þjóðsagna- handriti Jóns í Steinum í heildarútgáfunni á Þjóðsögum Jóns Árnasonar árið 1961. Sesselja móðir Jóns dó 25. janúar 1866. Árið 1869 tekur Sig- urður Vigfússon sig upp frá Steinum með börn sín bæði, Gróu og Jón, suður að Bústöðum í nánd við Reykjavík og þar er Jón Goðasteinn 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.