Úrval - 01.09.1976, Page 3
1
9. hefti
35.ár
Úrval
September
1976
Undir septembersól brosti sumarið fyrst. Við minnumst þessara ljóðlína í
hverjum september og gónum vongóðir til lofts, en það sem liðið er af
september þegar þessar línur eru skrifaðar lofar ekki góðu, ekki hér
sunnanlands að minnsta kosti, og hefði þó mörgum þótt sem við ættum fyrir
því.
Það er heldur niðurdrepandi fyrir sálina að fá svona votviðrasumur mörg í
röð, eins og fólk sunnanlands og vestan hefur mátt þola. Þó er bót í máli að
oft hefur verið hlýtt x sumar og sá er þetta skrifar man ekki x langan txma eftir
öðru eins gróðrarsumri, sérstaklega fyrir trjágróður, sem hefur fleygt fram
meira en nokkm sinni fyrr.
Margir hafa bætt sér upp heldur hráslagalegt sumar með því að leggjast í
ferðalög, fara „hringinn” eða bara norður eða austur, þar sem góða veðrið á
heima, og-notið þess út í æsar. Aðrir hafa bmgðið sér út fyrir pollinn til að
sækja sér sól og yl og nýjan þrótt og skal það ekki lastað.
En ansi margir hafa bara orðið að sitja heima sem fastast. Þeim færir Úrval
nú ferðalag upp í hendurnar, með bókinni, sem að þessu sinni er fyrri hluti
úrdráttar úr bókinni ,,Á ferð með Kalla” eftir John Steinbeck. Þar segir
höfundurinn frá því er hann fór til þess að sjá Bandaríkin upp á nýtt með
eigin augum, er hann var kominn á efri ár, með hundinn sinn einan að
ferðafélaga, Þótt hér sé aðeins um að ræða styttingu bókarinnar, er ömgglega
óhætt að mæla með henni sem góðri lesningu, sem vonandi gemr komið
einhverjum til að gleyma því smástund, að úti fyrir sé rigning og stormur.
Ritstj.
FORSÍÐAN:
Vesturgatan er með göfúgri götum Reykjavíkurborgar, þótt kannski megi
segja, að hún muni fxfil sinn fegri. En í það hús, sem hér er hægra megin á
myndinni, hefur margur sótt sér mettan kvið og kannski skolað sálargluggann
í leiðinni.
Ljósm. Jens Alexandersson.