Úrval - 01.09.1976, Síða 5
3
Fyrir óralöngu var stórkostlegt úrval dýra meö
heitu blóöi á meginlandi Ameríku. Mikilsvirtur
höfundur fjallar í grein þessari um, hver geti
veriö hin dularfulla ástæöa þess, aö þau
þurrkuöust út'.
HVAÐ VARÐ
UM
DÝRIN?
— Jariies A. Michener —
isavaxið samansafn af
risaeðlum og öðrum for-
sögualdardýrum hafðist
við á meginlandi Norður-
Ameríku vestanverðu fyr-
R
kíJJJJJJilS
ir óralöngu. Þetta hlýtur að hafa verið
eins og stórfenglegur opinn dýra-
garður úti í náttúrunni. Þar var
meðal annars um að ræða risavaxin
dýr á hæð við tré og stærri en nokkur
þau dýr. sem nú lyrirfinnast hér á
jörðu. Þau dóu út fyrir um 65 milljón
árum.
Síðar reikaði mikið úrval stórra
spendýra um meginlandið, og þessi
dásamiegu dýr dóu einnig út. Þar var
um risavaxin dýr að ræða, og
líkamsbygging þeirra var dásamleg.
Hefðu þau lifað fram á okkar tíma,
væri nú miklu meira úrval dýra í
Bandaríkjunum en það, sem er enn
til í Afríku.
Þar var um að ræða mikið úrval
dýra, svo sem ,,mastodon”, sem
líktust fílum, mammúta með
sveigðar skögultennur, ameríska úlf-
alda, ýmis dýr af kattarættinni, svo
sem tígrisdýr með' skögultennur,
risavaxna hjóra og teiknastóra vís-
unda, , .titanothere”, sem líktist