Úrval - 01.09.1976, Page 7
HVAÐ VARD UM DYRIN?
5
HVAR ER HÆGT AÐ SJÁ STEINGERÐ BEIN?
Gestir hafa greiðan aðgang að fjórum stöðum, þar sem þeir geta
fræðst um forsögudýr þau og skoðað. I Risaeðluþjóðgarðinum ) The
Dinosaur National Monument) nálægt Vemal í Utahfylki má sjá mikið
af steingerðum dýrabeinum, sem enn eru óhreyfð í grjótlögum. I
Stórbeinafylkisgarðinym (Big Bonen Lick State Park) i Kentuckyfylki,
ekkilangt frá borginni Cincinnati, fór fram fyrsti uppgröftur fomdýra í
Bandaríkjunum. Rancho La Brea-tjörupyttirnir (The Rancho La Brea
TarPits) ímiðriLos Angéles eru heimsfrægir sem risavaxinn grafreitur,
sem hefur að geyma þúsundir beinagrínda dýra, sem nú eru útdauð.
Og í Agatsteingervingaþjóðgarðinum (Agate Fossil Beds National
Monument) í vesturhluta Nebraskafylkis, er að finna beinagrindur
margra slíkra dýra.
I fjórum stórum söfnum eru sýndar samskeyttar beinagrindur
mammútsins, mastodons, letidýrsins og annarra útdauðra dýra: I
Ameríska náttúrufrceðisafninu (The American Museum of Natural
Historý) í New Yorkborg, i Smithsoniansafninu (Smithsonian
Institute) í Washington, í Fylkissafni Nebraskafylkisháskólans (The
University of Nebraska State Museum) í Lincoln og í Náttúrufræði-
safninu (The Museum og Natural Historý) í Denver.
líklegt, að yfír 90% af þeim dýrateg-
undum, sem dáið hafa út hér á jörðu
frá upphafí, hafi gengið sitt skeið á
enda, áður en maðurinn kom fram á
sjónarsviðið. þess vegna ættum við
ekki að undrast, að dýrategundir
haldi áfram að deyja út. Sumir
vísindamenn halda að dýrategundir
haldi áfram að deyja út. Sumir
vísindamenn halda því fram, að
nasthyrningurinn sé úrelt dýr, sem
hafí þegar runnið blómaskeið sitt á
enda og hljóti að deyja út, áður en
langt um líður, hvort sem maðurinn
lætur hann í friði eða ekki.
Á því tímabili, sem liðið er frá því
að maðurinn kom fyrst fram á
sjónarsviðið í Norður-Ameríku, hefur
þessi þróun samt magnast. Dýrateg-
undir deyja fyrr út nú en áður.
Maðurinn þurrkaði út miklar dýra-
hjarðir og útrýmdi sumum fuglateg-
undum algerlega. Og aldrei varð
drápið ákafara en þegar karlar og
konur, sem komu líklega frá Asíu,
tóku að reika yfir landbrúna, sem
tengdi þá saman Síberíu og Alaska,
og streymdu suður eftir ósnortnu
meginlandi Ameríku.
Mig langaði að komast nær því
hvað kann að hafa gerst og því tók ég
nýlega þátt í rannsóknarleiðangri,