Úrval - 01.09.1976, Side 8
6
URVAL
sem skipulagður var og stjórnað var af
færasta sérfræðingi Bandaríkjanna á
því sviði, sem fjallar um rannsóknir á
útdauðum dýrategundum og ástæð-
unum fyrir slíkri bróun. Þetta var
Paul S. Martin, hvasseygður prófessor
í landfræðivísindum við Arizonahá-
skóla. Fyrir nokkru tók hann að
rannsaka furðulegan helli, sem leynst
hefur í fjallshlíð, sem er mjög erfitt
að komast að. Hún er snarbrött, og er
hellirinn hátt uppi yfir fljóti einu,
sem rennur meðfram fjaljshlíðinni.
Nú ætlaði hann að heimsælcja þenn-
helli. (Vísindamenn álíta stað þenn-
an afar dýrmætan og svo mikla hættu
á því, að það, sem hann hefur að
geyma, yrði skemmt af mannavöld-
um, að þeir hafa beðið þess, að
honum yrði ekki lýst nákvæmlega.)
Til þess að ná til hellisins, urðum
við að nota litla flugvél, síðan kænu
og loks kaðalstiga, sem rennt var
fram af háum hamri. Síðasta spölinn
klöngruðumst við upp snarbrattan
hamravegg og komum þá að hellisopi
sem var 3,60 m á breidd og 2.13 m á
hæð. ,,Þetta er einn af mestu
fjársjóðum Ameríku,” sagði Martin,
þegar við stigum inn í rúmgóðan
helli, 130 fet á lengd. Hann var eins
og stafurinn H í laginu.
Hann snerti gráleitt, uppþornað
Iag af mikilli lotningu, en í það
höfðu verið grafnir skurðir. Sagði
hann, að þeir væru að leita þar að
steingerðum beinum. „Þetta er leti-
dýrasaur, sko, ekki steingerður aðeins
uppþornaður. Sjáðu bara! Það væri
hægt að mylja hann og nota hann
sem áburð núna. Lyktin af honum
líktist lyktinni af þurrum kúa-
dellum.”
,,Hve gamall er hann?” spurði ég.
,,Við getum lesið sögu þessa hellis
eins og við værum að lesa í bók.
Neðsta saurlaginu drituðu letidýrin
hérna fyrir rúmum 40.000 árum.
Þann sanna kolvetnisaldurprófanii.
Letidýr höfðust við í þessum helli
þangað til fyrir um 32.000 árum.
Taktu eftir þessari lagskiptri línu. Af
einhverri ástæðu, líklega af völdum
verðurfarsbreytinga, yflrgáfu leti-
dýrin hellinn, og pokarottur fluttu
Um skcið Iifði ameríski mastodoninn í
samlyndi við manninn.