Úrval - 01.09.1976, Síða 13
39 SKELFILEGAR SEKÚNDUR í GUA TEMALA
11
Hrinan var varla liðin hjá, þegar gutemalar hófu að hreinsa til og byggja upp.
Fyrstu dagana eftir jarðskjálftann
ferðaðist ég um næstum allt jarð-
skjálftasvæðið eða yfir því, fyrst í
þyrlum loftherja Guatemala og
Bandaríkjanna og síðar í jeppa.
Hver bærinn á fætur öðrum var hrun-
inn til grunna, svo að varla sást þar
uppistandandi veggur. Þorpsbúar
björguðu hverju því úr brakinu, sem
unnt kynni að verða að nota til þess
að byggja úr að nýju. Eirbrún andlit
þeirra voru svipbrigðalaus. Sorg
þeirra yfir látnum ástvinum, sem þeir
höfðu nýlokið við að grafa, var
þögul. Enginn barmaði sér yfir
þessari ógæfu né bað um hjálp.
í þorpinu Parramos, þar sem öll
hús eyðilögðust og rúm 6% íbúanna
létu lífið, hélt hinn 53 ára gamli
Zaqueo Meléndez áfram að snúa við
kaffibaununum, sem hann var að
þurrka á steinsteypta gólfinu, er var
hið einr, sem eftir var af húsi hans.
,,Ég er að þurrka þessar baunir á
staðnum, þar sem sonur minn dó,”
sagði hann lágum rómi.
NfUTÍU ORGANDI UNGBÖRN.
Aðaltorg héraðshöfuðborgarinnar
Chimaltenango (venjuleg íbúatala
21.000, 600 látnir), krupu hinir trú-
uðu í bæn frammi fyrir skrautlegri
glerkistu, sem hafði að geyma líkan
hins krossfesta Krists í fullri líkams-
stærð. Heimili þeirra voru hrunin í
rúst, og næstum allir bæir héraðs-
ins voru reyndar rústahrúgur einar.
En það sást hvergi brestur í glerkist-
unni. „Kraftaverk” muldruðu þeir.
Það höfðu reyndar gerst ýmiskonar
kraftaverk. f skógivaxna fjalllendinu
fyrir ofan San Juan Sacatepéques
(en sá bær eyðilagðist gersamlega,