Úrval - 01.09.1976, Page 16
14
URVAL
vörubílum á hverjum degi. Ríkin
Nicaragua og Honduras, sem höfðu
bæði þegið hjálp frá Guatemala eftir
jarðskjálftann í Managua árið 1972
og eyðilegginguna af völdum felli-
bylsins Fifi árið 1974, sendu heilt
sjúkrahús ásamt starfsliði hvort um
sig ásamt miklum birgðum af ýmsu
tagi. Hvert ríki í Mið-Ameríku og
flest ríkin í Suður-Ameríku létu
mikið af hendi rakna. Jafnvel hið
bláfátæka ríki Haiti sendi sinn skerf.
Alþjóðlegar hjálparstofnanir, svo sem
Rauði krossinn, Sameinuðu þjóðirn-
ar, Samtök Ameríkuríkja og Efna-
hagsbandalag Evrópu gáfu samtals
3.7 milljón dollara virði til hjálpar-
starfsins.
Tugir \lækna greiddu sjálfir
fargjald sitt til Guatemala til þess að
geta orðið landsmönnum að liði.
Hundruð ónafngreindra sjálfboðaliða
unnu 16 tíma á sólarhring á flugvell-
inum í Guatemalaborg við að ganga
frá sjúkrabindum, flokka birgðir og
ganga frá þeim í umbúðum til
flutnings og hjálpa við að hlaða
þyrlurnar, sem stöðugt voru á sveimi
eins og flugnager.
,,ÉG GET EKKI BEÐIÐ.”
Meðan á þessu stóð, barst þrálátur
orðrómur um Guatemalaborg þess
efnis, að annar jarðskjálfti yrði um
hádegi á föstudeginum 6. febrúar.
Orðrómurinn barst svo óðfluga út og
fyllti slíkan fjölda manna skelfingu,
að ríkisstjórnin lýsti yfir því, að hann
væri ekki á rökum reistur.
Klukkan 12.20 á hádegi á föstu-
deginum 6. febrúar hófust þó jarð-
hræringar, sem stóðu í 25 skelfilegar
sekúndur. Þær voru að vísu ekki eins
ofsalegar og þær fyrri, en samt
hrundu nú margar byggingar, sem
skemmst höfðu í fyrri jarðskjálft-
anum, og jókst þannig tala látinna og
slasaðra og jafnframt ótti fólks. Á
naestu þrem vikum sýndu jarð-
skjálftamælar yfir 1000 hræringar til
viðbótar.
Þetta varð samt ekki til þess að
raska hjálparstarfinu á nokkurn hátt.
Jarðýtur ýttu burt braki og skriðum,
og fólk tók til að reisa híbýli sín að
nýju af svo miklum krafti, að
kannske verður slíkt til þess að koma í
veg fyrir viðleitni ríkisstjórnarinnar til
þess að lána því létt, jarðskjálfta-
tryggt byggingarefni gegn langtíma-
lánum. ,,Ég get ekki beðið,” sagði
Simeón Gómez í Patzicía, 65 ára að
aldri. ,,Fjölskylda mín þarf þak yfír
höfuðið áður en regntíminn hefst í
maí, og húsið mitt endurreisir sig
ekki sjálft.”
Til allrar hamingju höfðu indíán-
arnir uppskorið kornið sitt skömmu
fyrir jarðskjálftann. Þeir grófu það úr
rústunum, og varð það til þess að
koma í veg fyrir alvarlegan matar-
skort, jafnvel í hinum afskekktustu
byggðum, þangað til hjálparliði tókst
að koma til þeirra matarbirgðum.
Það var einnig heppilegt, að næstum
engar skemmdir urðu í undirstöðu-
atvinnugreinum landsins, fram-
leiðslu kaffi, sykurs, banana og