Úrval - 01.09.1976, Side 18
16
ÍJRVAL
Tékkar eru kúgaðir, en höfuðborg þeirra er enn
töfrandi, ,sinfónía úr steini", borg, sem býr yfir
miklum miðaldasögulegum auðæfum. Hún er
sem upþfylling ævintjradrauma bernskunnar.
ÆVINTÝRABORGIN
PRAG
— Ronald Schiller —
fyrsta skipti sem ég sá
M<
*
*
*
*
I
Prag, en það var snemma
á árinu 1968, fannst mér
hún sannkölluð töfra-
borg, að hálfu leyti
draumur, að hálfu leyti Disneyland,
og ólgandi af æsingu og von, því að
þetta var ár „vorsins í Prag”, þegar
hlekkir kommúnista virtust vera að
brotna og frelsi og lýðræði að halda
innreið sína að nýju. Þegar ég sá Prag
aftur í fyrrahaust, hálfu áttunda ári
síðar, var hún enn töfraborg í
efnislegum skilningi. En hin ólgandi
lífsgleði var horfin, og í hennar stað
var komið sinnuleysi að deyfð,
kaldhæðni og örvænting. Tékkó-
slóvakía var orðin að lögregluríki enn
á ný. Miskunnarlausir stjórnendur
hennar voru studdir af sovésku
hernámsliði, sem var í aðeins 20 km
fjarlægð frá Prag.
En fólkið í Prag var eins vingjarn-
legt og áður, og lýðræðisleg viðhorf
þess höfðu ekki breyst. ,,Þú skalt
ekki halda, að við séum kommúnist-
ar,” sagði leigubílstjórinn við mig á
þýsku á leið minni frá flugvellinum
til gistihússins. ,,90% okkar fyrirlíta
stjórnina.”