Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 23
ÆVINTÝRABORGIN PRAG
21
miðstöð Prag nútlmans, en við það
eru fjölmörg gistihús, bankar, deild-
arverslanir, veitingahús og nætur-
klúbbar. Það var einnig á þessu torgi,
að æskumaður einn brenndi sig til
bana árið 1969 í mótmælaskyni við
innrás sovétmanna í landið. Pragbúar
lögðu oft blóm á staðinn, sem hann
brenndi sig á. En nú fylgist leyni-
lögreglan með staðnum, og því þora
þeir það ekki lengur.
Hinir kommúnisku stjórnendur
Tékkóslóvakíu hafa reynt að gera líf
íbúanna eins þægilegt í efnalegu
tilliti og unnt hefur verið til þess að
halda óánægjunni nokkurn veginn í
skefjum. I ríkisverslununum eru
nægar vörubirgðir, fólkið er velklætt
eftir nýjustu tísku, og þar fást bílar
til tafarlausrar afgreiðslu, en slíkt
hefur orðið til þess, að Prag er ein af
hinum fáu borgum í kommúnista-
ríkjum, þar sem umferðarhnútar og
vöntun bílastæða em algeng vanda-
mál hins daglega lífs. En framleiðn-
in hefur minnkað ofboðslega, og
dregið hefur ömurlega mikir úr
gæðum tékkneskra framleiðsluvara,
sem vom áður meðal hinna bestu í
allri Evrópu. Viðhorf launþeganna
virðast mnnin úr verkum tveggja
tékkneskra skáldsagnahöfunda,
Franz Kafka, sem lýsti getuleysi
einstaklingsins til þess að berjast
gegn öflugu, ásýndarlausu og óskilj-
anlegu valdi yfin'aldanna, og Jaro-
slavs Haseks, höfundar ,,Góða dátans
Schweiks", en verk það fjallar um
mann, sem virðist eftirgefanlegur á
yfirborðinu, en sýnir þó mótþróa
sinn með því að láta sér mistakast
hvert það viðfangsefni, sem honum
er fengið. Nöfn þeirra Kafka og
Schweiks hafa leitt af sér nýmyndun
tékkneskra orða, sem þeim em
tengd. Fólkið, sem ber ekki neina
virðingu fyrir „kafkastjórn” ríkisins,
hefur tekið „schweikisma” upp á
sína arma og aðhyllist hann.
HVERNIG UNNT ER AÐ HITTA
TÉKKA AÐ MÁLI.
Pragbúar sýna líka viðhorf sitt á
annan hátt. Þeir sýna gestum frá
vesturlöndum alveg sérstaka tillits-
semi og vingjarnleika. Kvöld eitt
kom ég ásamt amerískum vinum
mínum að vinsælu veitingahúsi, þar
sem hópur rússa og austur-þjóðverja
höfðu ekki fengið aðgöngu, vegna
þess að þar var allt fullt út úr dymm.
En við fengum tafarlaust sæti við
borð, sem sótt var fram í geymslu.
En það er samt ekki auðvelt að
hitta tékka og rabba við þá um dag-
inn og veginn, vegna þess að
samskipti og tengsl við vesturlanda-
búa em litin tortryggnisaugum af
yfirvöldum. Líklega er auðveldast
,,að brjóta ísinn” í vín- og bjór-
kjöllurunum, en þeir hafa verið
helstu miðstöðvar hins daglega borg-
arlífs frá alda öðli. Þar fær maður
hina hefðbundnu svínasteik og búð-
ing, og bjórinn, einkum hinn
„mjúki” Plzen Prazdroj, hinn upp-
runalegi pilsner, er sá besti í heimi.
Einnig er möguleiki á að komast