Úrval - 01.09.1976, Qupperneq 25
23
^Viltu aukg orðaforöa þinij?
Hér á eftir fara 15 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu.
Prófaðu kunnáttu þínaí íslenskri tungu og auktu við orðaforða þinn með því
að finna rétta merkingu. Gættu þess, að stundum getur verið um fleiri en
eina rétta merkinu að ræða.
1. urta: blóm, grastegund, fugl, kvenselur, fískur, skeldýr, andartegund.
2. þröm: nöf, vesöld, sylla, fjöl, hjör, brún, rök.
3. kæstur: saltaður, þurrkaður, útvatnaður, gerjaður, myglaður, molnaður,
úldinn.
4. að métra: að mæia, að gefa í smáskömmtum, að nurla, að geiga, að
japla, að tuldra, að hnitmiða.
5. að þvagna: að verða hljóður, að hræra, að óhreinkast, að falla af í
flögum, að þvost, að þvost af, að blaðra.
6. krytur: misklíð, slúður, mögl, þefur, vindur, óhreinindi, lítið herbergi.
7. pippingur: erting, æsing, krappur sjór, taugaspenna, stríðni, kippur,'.
stormur.
8. dos: dugnaður, máttleysi, úrgangsfiskur, kjarkur, kjarkieysi, dáðleysi,
basl.
9. að kinoka sér við e-u: að móðgast vegna e-s, að gleðjast yfir e-u, að
hlakka til e-s, að veigra sér við e-u, að þrá e-ð, að hrósa sér af e-u, að
fyllast losta vegna e-s.
10. hemeskja: galdrakind, óvættur, heift, hamagangur, forljót manneskja,
óhemja, óhemjuskapur.
11. kytra: ung kýr, lítið herbergi. hnúður, missmíði á hrygg, jag, nísk kona,
þröng húsakynni.
12. Gerningar: viðurværi, atlæti, breytni, lögsókn, galdrar, dómsúrskurður.
skepnuhirðing og fóðrun að vetrarlagi.
13. gerskur: þrár, rússneskur, göldróttur, ávöxtur, grænmeti, dýrmætur,
óstýrlátur.
14. ómegin: ódugnaður, magnieysi, ómagaaldur, barnahópur í ómagaaldri,
magnleysi, öngvit, öngþveiti.
15. að skræmta: að öskra, að gera að gamni sínu, að gefa frá sér lágt hljóð,
að hræða, að verða hræddur, að draga fram lífíð, að hjara.
Svör á bls. 128.