Úrval - 01.09.1976, Qupperneq 26
24
URVAL
Uppljóstrar, sem leysa frá skjóðunni og skýra
lögreglunni frá öllu, sem þeir vita, gegn
,,ábata” í einhverri mynd, kunna að virðast
óhrjálegir, en þeir eru samt eins nauðsynlegir
fyrir tilveru og velgengni löggceslunnar og
lögreglubílar og fingrafaratœkni.
SKUGGAVERÖLD
UNDIRHEIMA-
UPPLJÓSTRARANS
— Irwin Ross —
vp frásögn á forsíðu dag-
.)£ blaðsinsNew YorkTimes
'T skýrði 22 ára gamall
|ij glæpamaður ýtarlega frá
því, hvernig hann hefði
veitt lögreglunni upplýsingar um sex
ára skeið og jafnframt haldið áfram
ábatasamri starfsemi á sviði rána,
innbrota, fjársvika og ýmissa annarra
glæpa.
Það, sem var óvenjulegt við frá-
sögn þessa, var ekki það fyrirbrigði,
sem þar var lýst, uppljóstranastarf-
semi glæpamannsins, heldur sú stað-
reynd, að hann leyndi engu en leysti
*
ótæpilega frá skjóðunni. Flestir slíkir
uppljóstrarar leggja geysilega áherslu
á nafnleysi sitt, ef ske kynni, að
fórnardýr þeirra leituðu hefnda.
Lögregluyfirvöld leitast einnig við að
gera sem minnst úr mikilvægi sllkra
upplýsinga og fara sem leynilegast
með uppruna þeirra, ef ske kynni, að
almenningur misskildi hin flóknu og
oft óvissu tengsl, sem eru á milli
uppljóstrara og rannsóknar- og leyni-
lögreglumanna.
,,Samt eru uppljóstrarar mjög
nauðsynlegir fyrir góðan árangur
lögreglustarfsins, einkum hvað snert-