Úrval - 01.09.1976, Side 27

Úrval - 01.09.1976, Side 27
25 ir baráttuna gegn skipulagðri glæpa- starfsemi,” segi Patrick Murphy, formaður Lögreglusamtakanna. Martin Pera, yfirmaður innanlands- rannsókna Eiturlyfjaeftirlitsins, gefur þessa yfirlýsingu umbúðalaust: ,,Þeir rannsóknarlögreglumenn okkar, sem ná mestum árangri, hafa aðgang að fleiri og betri uppljóstrurum.” Þús- undir vinnustunda sparast, og oft leysast mál, sem virtust óleysanleg, þegar lögreglan fær upplýsingar að tjaldabaki frá einhverjum, sem býr yfir vissum upplýsingum. Malachi L. Harney, fyrrverandi löggæsluaðstoð- armaður fjármálaráðherrans, hefur orðað þessa staðreynd á þennan hátt: ,,Það hefur aldrei fundist lausn á erfiðu stórmáli, án þess að um „stóruppljóstranir” hafi verið að ræða.” Sjaldan er skýrt frá nafni uppljóstr- arans. En það kemur fyrir, að hann er leiddur fyrir rétt sem vitni ríkisstjórn- arinnar. Þegar Viola Liuzzo, sem var virk í mannréttindabaráttunni, var skotin úr bíl á ferð fyrir nokkrum árum í Georgíufylki, var aðalvitni ríkisstjórnarinna gegn hinum grun- uðu uppljóstrari, sem starfaði innan Ku KIux Klanhreyfingarinnar. Hafði hann gefíð ríkisrannsóknarlögregl- unni vissar upplýsingar í málinu. Hann hafði verið í bílnum, sem skotið hafði verið úr, og hann bar vitni gegn þrem félögum sínum. Þegar yerkalýðsforinginn James Hoffa var dæmdur fyrir að hafa haft ólögleg áhrif á kviðdómendur fyrir nokkrum árum, þá komst það upp vegna hjálpar manns sem hafði sem starfsmaður verkalýðsfélags áunnið sér trúnað Hoffa. Uppljóstrarinn hafði veitt ríkisrannsóknarlögregl- unni upplýsingar jafnóðum um til- raunir Hoffa til þess að ,,hafa áhrif á” kviðdómendur. Það er erfíð og flókin list að verða sér úti um uppljóstrara eða blátt áfram ,,að skapa” þá. Slíkt útheimtir oft þolinmæði og mikið ímyndunar- afl. Fáir uppljóstrarar eru löghlýðnir borgarar, sem láta stjórnast af þegn- skaparkennd og bjóða fram dýrmætar upplýsingar, einfaldlega vegna þess að flestir góðir borgarar vita ekki neitt um það, sem gerist í undir- heimum. Venjulega teljast bestu uppljóstr- ararnir til undirheima eða eru í námunda við endimörk þeirra. Þeir láta venjulega stjórnast af ábatavon- inni, veita upplýsingar vegna „vonar um verðlaun, vegna hefndarþorsta, óttakenndar eða einhvers sambands alls þessa,” segir Ralph Salerno, fyrrverandi yfirrannsóknarlögreglu- maður, sem vann á skriftstofu héraðs- saksóknara í Queenshverfi í New Yorkborg að rannsókn alls konar auðgunarafbrota. Ýmsir eru reiðu- búnir að veita upplýsingar, eftir að þeir hafa verið handteknir. Þeim er boðið upp á ýmislegt í skiptum fyrir upplýsingar, svo sem það, að fallið verði frá málshöfðun gegn þeim, dregið verði úr ákærunni gegn þeim eða að sækjandi muni fara fram á það
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.