Úrval - 01.09.1976, Side 28

Úrval - 01.09.1976, Side 28
26 URVAL við réttinn, að viðkomandi verði sýnd nokkur linkind. Stundum á sá, sem hefur í hyggju að veita upplýsingar, frumkvæðið að slíkri uppljóstrun. I borg einni í Miðvesturríkjunum gerðist það eitt sinn, að smákaupmaður einn, sem beið dóms vegna ákæru um peninga- fölsun, skýrði lögreglunni frá því, að hann byggi yfir vitneskju um kókain- viðskipti í borginni. Brátt var hann kopninn í samband við starfsmenn Eiturlyfjaeftirlits ríkisins og tekinn að lcysa ,frá skjóðunni. Því var frestað í hálft annað ár að kveða upp dóm yfir honum, og á þeim ríma kom hann starfsmönnum Eiturlyfjaeftirlitsins í samband við eiturlyfjasala og gerði þeim þannig fært að eiga , ,kaup” við þá og handtaka þá að „kaupunum” loknum. Hann hlaut umbun fyrir aðstoð sína, þegar rétturinn kvað upp þann úrskurð, að hann skyldi sleppa með tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Það getur einnig verið um að ræða umbun í ýmissi annarri mynd. Einn sá besti uppljóstrari, sem ríkisrann- sóknarlögreglan hafði nokkru sinni komist í tæri við, en þar var um alræmdan glæpamann að ræða, gerð- ist samvinnuþýður og leysti frá skjóðunni, eftir að sonur hans lenti í klandri og lögreglan í borginni, sem þeir bjuggu í, náði tangarhaldi á honum. Ríkisrannsóknarlögreglan bauðst til þess að skerast í leikinn gegn því skilyrði, að faðirinn gerðist samvinnuþýður. Það var samið um þetta, og dómarar borgarréttarins samþykktu það. Von um umbun í framtíðinni er einnig hvöt fyrir suma. John Kehoe, fyrrverandi starfsmaður ríkisrann- sóknarlögreglunnar, sem er nú yflr- maður fylkislögreglu Massachussetts- fylkis, gerði sér alltaf far um að vera vingjarnlegur og ræðinn við ungu afbrotamennina, sem urðu á vegi hans. Hann minnist sérstaklega eins þeirra, sem endurgalt honum slíkt viðmót eftir margra ára „kunnings- skap”. ,,Ég fann það á mér, að þessi náungi mundi láta til sín taka í undirheimum,” segir Kehoe. ,,Og því gerði ég mér far um að verða á vegi hans. Þetta tók mig sex til sjö ár. Svo spurði ég hann einnar spurningar dag nokkurn, og hann veitti mér svar við henni.” Og aðrar upplýsingar fylgdu svo á eftir. Kehoe lofaði honum ekki neinni umbun, en hvöt uppljóstrara þessa var augsýnileg. Ef hann lenti einhvern tíma i klandri, ætti hann ,,vin” í réttinum, sem kynni að skerast í leikinn og sjá til þess, að hann hlyti mildari dóm en ella. Peningar eru sú umbun, sem margir uppljóstfarar sækjast eftir. Allar ríkisstofnanir, sem hafa með höndum rannsókn afbrota, eiga sjóði, sem notaðir eru til þess að greiða uppljóstrurum fyrir upplýs- ingar. Sama er að segja um ýmsar deildir í lögreglu margra borga. í Los Angeles fékk einn uppljóstrari 45.000 dollara (8.325 milijónir ísl. kr
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.