Úrval - 01.09.1976, Side 28
26
URVAL
við réttinn, að viðkomandi verði sýnd
nokkur linkind.
Stundum á sá, sem hefur í hyggju
að veita upplýsingar, frumkvæðið að
slíkri uppljóstrun. I borg einni í
Miðvesturríkjunum gerðist það eitt
sinn, að smákaupmaður einn, sem
beið dóms vegna ákæru um peninga-
fölsun, skýrði lögreglunni frá því, að
hann byggi yfir vitneskju um kókain-
viðskipti í borginni. Brátt var hann
kopninn í samband við starfsmenn
Eiturlyfjaeftirlits ríkisins og tekinn að
lcysa ,frá skjóðunni. Því var frestað í
hálft annað ár að kveða upp dóm yfir
honum, og á þeim ríma kom hann
starfsmönnum Eiturlyfjaeftirlitsins í
samband við eiturlyfjasala og gerði
þeim þannig fært að eiga , ,kaup” við
þá og handtaka þá að „kaupunum”
loknum. Hann hlaut umbun fyrir
aðstoð sína, þegar rétturinn kvað upp
þann úrskurð, að hann skyldi sleppa
með tveggja ára skilorðsbundinn
dóm.
Það getur einnig verið um að ræða
umbun í ýmissi annarri mynd. Einn
sá besti uppljóstrari, sem ríkisrann-
sóknarlögreglan hafði nokkru sinni
komist í tæri við, en þar var um
alræmdan glæpamann að ræða, gerð-
ist samvinnuþýður og leysti frá
skjóðunni, eftir að sonur hans lenti í
klandri og lögreglan í borginni, sem
þeir bjuggu í, náði tangarhaldi á
honum. Ríkisrannsóknarlögreglan
bauðst til þess að skerast í leikinn
gegn því skilyrði, að faðirinn gerðist
samvinnuþýður. Það var samið um
þetta, og dómarar borgarréttarins
samþykktu það.
Von um umbun í framtíðinni er
einnig hvöt fyrir suma. John Kehoe,
fyrrverandi starfsmaður ríkisrann-
sóknarlögreglunnar, sem er nú yflr-
maður fylkislögreglu Massachussetts-
fylkis, gerði sér alltaf far um að vera
vingjarnlegur og ræðinn við ungu
afbrotamennina, sem urðu á vegi
hans. Hann minnist sérstaklega eins
þeirra, sem endurgalt honum slíkt
viðmót eftir margra ára „kunnings-
skap”. ,,Ég fann það á mér, að þessi
náungi mundi láta til sín taka í
undirheimum,” segir Kehoe. ,,Og
því gerði ég mér far um að verða á
vegi hans. Þetta tók mig sex til sjö ár.
Svo spurði ég hann einnar spurningar
dag nokkurn, og hann veitti mér svar
við henni.” Og aðrar upplýsingar
fylgdu svo á eftir. Kehoe lofaði
honum ekki neinni umbun, en hvöt
uppljóstrara þessa var augsýnileg. Ef
hann lenti einhvern tíma i klandri,
ætti hann ,,vin” í réttinum, sem
kynni að skerast í leikinn og sjá til
þess, að hann hlyti mildari dóm en
ella.
Peningar eru sú umbun, sem
margir uppljóstfarar sækjast eftir.
Allar ríkisstofnanir, sem hafa með
höndum rannsókn afbrota, eiga
sjóði, sem notaðir eru til þess að
greiða uppljóstrurum fyrir upplýs-
ingar. Sama er að segja um ýmsar
deildir í lögreglu margra borga. í Los
Angeles fékk einn uppljóstrari
45.000 dollara (8.325 milijónir ísl. kr