Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 29
27
á gengi þýðingardags) umbun fyrir
að koma í veg fyrir ráðgerðar
ávísanafalsanir, en markmið þeirra
var að svíkja 2.5 milljónir dollara
(462.5 millj. ísl. kr.) út úr borgar-
sjóði. Ríkisrannsóknarlögreglan eyðir
um 1.4 milljón dollurum (259 millj.
xsl. kr.) á ári í greiðslur fyrir
upplýsingar um glæpi og glæpa-
menn. Eiturlyfjaeftirlit ríkisins hefur
4 milljón dollara (740 millj. ísl. kr.) á
ári til ráðstöfunar til kaupa á
upplýsingum. Tollyfirvöldin hafa
leyfi til þess lögum samkvæmt að
greiða í verðlaun allt að 25 % af þeim
upphæðum, sem þau ná inn í
smyglmálum, og er hámarksupp-
hæðin 50.000 dollarar (9-25 millj.
ísl. kr.).
Skattheimtan greiðir venjulega allt
að 10% þeirrar vangoldnu upphæða,
sem nást frá skattsvikurum, sem
kærðir hafa verið. Á fjárhagsárinu
1975 greiddi hún 323.408 dollara
(59-8 millj. kr.) í umbun til upp-
ljóstrara og náði um 19 milljón
dollurum (3.515 milljarðar ísl. kr.)
óframtalinna tekna og eigna, sem
komu fram í dagsljósið vegna upplýs-
inga, sem henni bárust. Hlutfallið
milli kostnaðar og ágóða hefur verið
sérlega hagstætt fyrir Ríkisrannsókn-
arlögregluna. Á fjárhagsárinu 1975
leiddu upplýsingar frá „trúnaðar-
uppljóstrurum” Ríkisrannsóknar-
lögreglunnar til handtöku 15.494
einstaklinga og endurheimtingar 113
milljón dollara (21 milljarða ísl. kr.)
virði af stolnum eða smygluðum
vörum.
Það getur verið næsta erfitt við-
fangsefni að fá uppljóstrara til þess að
leysa frá skjóðunni fyrir greiðslu í
reiðufé, vegna þess að jafnvel íbúar
undirheima vilja oft og tíðum ekki
láta það líta þannig út sem þeir láti
stjórnast af ágirnd. Einn gamal-
reyndur starfsmaður ríkisrannsóknar-
lögreglunnar notar sambönd sín til
þess að finna einhverja, sem vitað er,
að eiga í fjárhagserfxðleikum, kannski
einhverja, sem eru á valdi okurkarla
og hafa veðsett þeim sálu sína.
Rannsóknarlögreglumaðurinn heim-
sækir þá þessa væntanlegu hjálpar-
hellu sína undir einhverju yfirskyni.
Kannski spyr hann manninn spurn-
inga um eitthvað minni háttar mál.
,,Svo kemur maður sér í þannig
aðstöðu í samtalinu, að hann freistast
til þess að biðja um lán,” segir
rannsóknarlögreglumaðurinn til skýr-
ingar. „Kannske þarfnast hann 500
dollara, (92.500) og maður getur
alltaf lánað honum 150 (27.500) eða
200 dollara (37.000). Eftir að hann
hefur tekið við greiðslu, er hann
„genginn í gildruna” og þá mun
hann veita einhverjar upplýsingar
fyrir þessa 300 dollara (55.500 kr.),
sem hann vantar til viðbótar.”
Það getur jafnvel verið erfiðara að
meðhöndla uppljóstrara en að ná í
þá. Óvissan um áreiðanleika upplýs-
inganna er einnig vandamál. Rann-
sókanrlögreglumenn eru stöðugt að
„sannprófa” nýja uppljóstrara til