Úrval - 01.09.1976, Page 34
32
Auk þessarar barnafræðslu fer
einnig fram fullorðinsfræðsla á
vinnustöðum ogí skólum. Einu sinni
eða tvisvar á ári fara fram ráð-
stefnur um öryggismál umferðarinn-
ar, og er tilgangur þeirra að vekja
athygli opinberra aðila á þessum
málum.
í útvarpi og sjónvarpi eru sérstakir
umferðarþættir. Mörg blöð hafa
einnig fasta umferðardálka. Á hverju
ári eru framleiddar 25-30 kvikmyndir
um umferðarmál. Sumar þeirra hafa
fengið verðlaun á árlegri kvikmynda-
hátíð í borginni Zagreb í Júgósla-
IJRVAL
víu, en sú hátíð er helguð myndum
um þessi efni.
Gagngerar breytingar urðu á um-
ferðarreglum frá og með 1. janúar
1973. Það sama ár var bíleigendum
gert skylt að búa farartæki sín örygg-
isbeltum, og lögboðin notkun þeirra
var fyrirskipuð árið 1975. Frá og með
1. janúar 1976 er lögmætur hámarks-
hraði á þjóðvegum 90 km á klst.
Tilvonandi bílstjórar og umferð-
arlögreglumenn fá nú 16 tíma nám-
skeið í hjálp í viðlögum. Þannig
mætti lengi telja upp ráðstafanir sem
gerðar hafa verið í þeim tilgangi
að fækka slysum á vegunum.
★
Ný gerð af malbiki til gatnagerðar hefur verið notuð í tilraunaskyni við
breikkun Puskingötu í miðborg Moskvu. í malbikið er blandað efni, sem
nefnist dorsil, sem glerrannsóknarstofnunin hefur búið til. Það hefur þau
áhrif, að slitlagið verður sterkara, jafnframt því sem bíldekkin fá betri
viðspyrnu. Fyrst eftir lagningu er malbikið svart, en á nokkmm
mánuðum fægist það og gatan verður mjög ljós, næstum hvít, en það
eykur umferðaröryggið við akstur í myrkri.
Á skrifstofunni hjá okkur ex mikið af pottablómum. Það er blóm
næstum á hverju skrifborði, og í öllum gluggum og upp á hverjum
skjalaskáp em ílöng blómaker. Það er komið upp í vana hjá okkur að hella
te- og kaffiafgöngum í pottana, og blómin virðast láta sér það vel líka —
nema eitt, og enginn botnaði í því hvað að því var.
Svo fór ég í mánaðar frí, en þegar ég kom aftur, sá ég að blómið var nú
orðið svo frísklegt og fallegt. Breytingin hlaut að vera í sambandi við
spjaldið, semstóðupp við pottinn: ,,Þessi planta vill ekki te og drekkur
kaffið sitt svart.”