Úrval - 01.09.1976, Qupperneq 38
36
URVAL
hans. Hann vissi að hann mátti ekki
missa meðvitund. Ef hann missti
takið á slagæðunum myndi honum
blæða út.
Hann sá einhvern koma hlaupandi
Svo heyrði hann rödd sem sagði:
,,Ó, guð minn gðður!” Síðan heyrði
hann að einhver kastaði upp. Það
var að líða yfir hann, en hann hristi
það af sér.
Inni í aðalhúsinu heyrði John
Garinger að einhver hrópaði eitthvað
um kvörnina. í huga Johns þýddi
„kvörnin” sama og ,,Ron” svo hann
tók til fótanna. Þegar hann kom að
fótalausum mági sínum, brá honum
svo, að í fyrstu hrópaði hann í sífellu:
,,Hvað get ég gert? Hvað get ég
gert?”
,,Ég finn til” hrópaði Ron á móti.
John þreif af sér leðursvuntuna og
batt svuntubandið um annan læris-
stubbinn. Litlu síðar kom maður með
sjúkrakassa og setti herðilykkju á
hinn stúfinn. Einhver hljóp út til að
sækja sjúkrabílinn, sem þar var
jafnan til taks.
Ron lá á þakinu, starði upp í loftið
og dró þungt andann. Þegar hert var
að stúfunum, urðu þrautirnar óbæri-
legar. Hann stundi og velti til
höfðinu og þrábað: Lykkjurnar! Tak-
iðþæraf!”
,,Ég get það ekki,” svaraði John.
,,Þá blæðir þér út.”
Ron velti sér á grúfu og óskaði þess
af öllum kröftum að það liði yfir
hann, svo hann losnaði við kvalirnar.
Einn viðstaddra, sem þóttist vera viss
um að Ron væri meðvitundarlaus,
hvíslaði: ,,Það er útilokað að hann
hafí þetta af. ’ ’
Ron velti til höfðinu: ,,Ég skal
hafa það,” hrópaði hann. ,,Ég skal
hafa það! Haldið þið að ég hafí
sloppið úr helvítis kvörninni til þess
eins þara að drepast?”
Innan fímm mínútna komu
sjúkraflutningamenn með börur og
gengu frá Ron í þeim, lögðu ís að
fótastubþunum og lögðu svo af stað
til næsta sjúkrahúss, um 70 kíló-
metra veg.
Eftir tvo og hálfan tíma var Ron
lagður á skurðborðið til þess að loka
sárum hans, en áður hafði honum
verið gefnir þrír og hálfur lítri af
blóði. Og átján dögum síðar var hann
fluttur heim til foreldra sinna í La
Grande í Oregon. Meðan hann var á
sjúkrahúsinu og í margar vikur eftir
að hann kom heim hafði hann hræði-
legar martraðir um dauðann. I hvert
sinn, sem hann vaknaði í skelfingu
og svitabaði, flaug honum í hug að
slysið kynni líka að hafa bara verið
martröð. En hann þurfti ekki annað
en þreifa niður eftir sér til að komast
að sannleikanum.
Næstu níu mánuði var unnið að
því að búa til handa honum gerfi-
limi og þjálfa hann í að ganga við
hækjur. Það er enn erfítt fyrir hann
að nota limina nema stutt í einu, því
stúfarnir eru mjög viðkvæmir og
þrýstingur á þá getur valdið honum
miklum kvölum.
Hann fer nú reglulega til Charles