Úrval - 01.09.1976, Page 39

Úrval - 01.09.1976, Page 39
TVÆR SEKÚNDUR ÓLIFAÐAR 37 Foxx sjúkra- og endurhæfingaþjálf- ara, og nú einbeitir hann sér að því að hugsa um framtíðina. ,,Það var ekki lítið afrek, sem Ron vann við þessar hrikalegu aðstæður,” segir Charles Foxx. ,,Á fáeinum sekúnd- um breyttist hann úr ósjálfstæðum einstaklingi í sjálfstæðan, úr því að vera líkamlega vel á sig kominn í það að verða hræðilega fatlaður. En hann hefur aldrei látið í ljós sjálfsmeð- aumkun eða beiskju. ’ ’ Eftir nokkra mánuði var Ron far- inn að físka úr hjólastól. Hann hefur á prjónunum ráðagerðir um að kaupa sér þríhjóla mótorhjól og leggja aftur upp í fjöllin. Og hann ætlar aftur í skóla með haustinu. ,,Þetta var slys,” segir Ron. „Fyrstu tvo mánuðina var ég oft þunglyndur og gramur. Charles Foxx sagði mér að slysið hlyti að hafa gefið eitthvað fyrir allt sem það tók. Á þeim tíma fannst mér það þarf- laust hjal. En ég hef fengið nokkuð í staðinn. Fyrir slysið átti ég ekkert sérstakt markmið eða keppikefli í lífinu. Nú vil ég vinna með fólki, verða endur- hæfingaþjálfari og vinna með fötl- uðum. Slysið reif mig út úr minni gömlu veröld og neyddi mig til að skyggnast inn í heim, sem ég hafði aldrei haft áhuga á. Ég held að ég geti orðið að gagni í þeim heimi.” ★ Ég var á hnotskógi eftir notuðum bíl, og var ákveðinn í að gera góð kaup. Hjá einum bílasalanum fann ég bílinn, sem ég vildi fá, og byrjaði að prútta um verðið við sölumanninn. Við þráttuðum I næstum klukkutíma án þess að nokkuð gengi eða ræki. Þegar sölumanninum varð ljóst, að hann myndi ekki geta þokað mér, kallaði hann á eigandann. Og nú tók við þriggja kortéra prútt við hann. Loks gafst bílasalinn upp og kom með lokatilboðið: ,,Ég skal gefa þér bílinn,” sagði hann, ,,ef þú vilt koma og verða sölumaður hjá mér.” R. A. B. Þegar ég lagðist í eins mánaðar aðgerð á sjúkrahús í New York City þótti mér mjög fyrir því, að maðurinn minn mátti ekki koma og heimsækja mig nema þrisvar í viku. En þar sem hann ók til vinnu á hverjum morgni fram hjá sjúkrahúsinu, beið ég á morgnana við gluggann minn á sjöttu hæð og stundum þóttist ég sjá bílinn. Þegar maðurinn minn fékk svo að koma, minntist ég á þetta gluggagláp mitt. Og næsta morgun átti ég ekki í neinum vandræðum með að þekkja bílinn, því ofan á hann hafði maðurinn minn límt með skærlituðu límbandi: HALLÓ, ELSKAN! A. H.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.