Úrval - 01.09.1976, Page 39
TVÆR SEKÚNDUR ÓLIFAÐAR
37
Foxx sjúkra- og endurhæfingaþjálf-
ara, og nú einbeitir hann sér að því
að hugsa um framtíðina. ,,Það var
ekki lítið afrek, sem Ron vann við
þessar hrikalegu aðstæður,” segir
Charles Foxx. ,,Á fáeinum sekúnd-
um breyttist hann úr ósjálfstæðum
einstaklingi í sjálfstæðan, úr því að
vera líkamlega vel á sig kominn í það
að verða hræðilega fatlaður. En hann
hefur aldrei látið í ljós sjálfsmeð-
aumkun eða beiskju. ’ ’
Eftir nokkra mánuði var Ron far-
inn að físka úr hjólastól. Hann hefur
á prjónunum ráðagerðir um að kaupa
sér þríhjóla mótorhjól og leggja aftur
upp í fjöllin. Og hann ætlar aftur í
skóla með haustinu.
,,Þetta var slys,” segir Ron.
„Fyrstu tvo mánuðina var ég oft
þunglyndur og gramur. Charles Foxx
sagði mér að slysið hlyti að hafa
gefið eitthvað fyrir allt sem það tók.
Á þeim tíma fannst mér það þarf-
laust hjal.
En ég hef fengið nokkuð í staðinn.
Fyrir slysið átti ég ekkert sérstakt
markmið eða keppikefli í lífinu. Nú
vil ég vinna með fólki, verða endur-
hæfingaþjálfari og vinna með fötl-
uðum. Slysið reif mig út úr minni
gömlu veröld og neyddi mig til að
skyggnast inn í heim, sem ég hafði
aldrei haft áhuga á. Ég held að ég
geti orðið að gagni í þeim heimi.”
★
Ég var á hnotskógi eftir notuðum bíl, og var ákveðinn í að gera góð
kaup. Hjá einum bílasalanum fann ég bílinn, sem ég vildi fá, og
byrjaði að prútta um verðið við sölumanninn. Við þráttuðum I næstum
klukkutíma án þess að nokkuð gengi eða ræki. Þegar sölumanninum
varð ljóst, að hann myndi ekki geta þokað mér, kallaði hann á
eigandann. Og nú tók við þriggja kortéra prútt við hann. Loks gafst
bílasalinn upp og kom með lokatilboðið: ,,Ég skal gefa þér bílinn,”
sagði hann, ,,ef þú vilt koma og verða sölumaður hjá mér.”
R. A. B.
Þegar ég lagðist í eins mánaðar aðgerð á sjúkrahús í New York City
þótti mér mjög fyrir því, að maðurinn minn mátti ekki koma og
heimsækja mig nema þrisvar í viku. En þar sem hann ók til vinnu á
hverjum morgni fram hjá sjúkrahúsinu, beið ég á morgnana við
gluggann minn á sjöttu hæð og stundum þóttist ég sjá bílinn.
Þegar maðurinn minn fékk svo að koma, minntist ég á þetta
gluggagláp mitt. Og næsta morgun átti ég ekki í neinum vandræðum
með að þekkja bílinn, því ofan á hann hafði maðurinn minn límt með
skærlituðu límbandi: HALLÓ, ELSKAN!
A. H.