Úrval - 01.09.1976, Side 41
39
,,Sumir eru fæddir tií þess að undrast gátur
lífsins, aðrir til að búa þær til. Mamma er ein
þeirra síðastnefndu, segir höfundur þeirrar
greinar, sem hér fer á eftir, en hún hefur
einmitt skrifað nokkrar smellnar greinar um
móður sína, sem ,,á í stöðugu stríði við
umheiminn og hefur alltaf heldur betur. ’ ’
„HVAÐ HEF ÉG GERT
VITLAUST, MAMMA?”
I IclciK' Mclvan
iKvKiKvKvK allinn við flcst gift fólk er
(j) að það talar of mikið, sér-
staklega þegar fýkur í
vK það, og það endar með
G
*
*
*
* . , . ...____________________
að þa5 segir ýmislegt sem
það eftirá vildi gjarnan að það hefði
látið ósagt. Mamma hefur ráðið bót á
þessu. Þegar henni er mikið niðri
fyrir, hættir hún að tala venjulega
ensku og notar sérstakt dulmál, sem
pabbi skilur þegar í stað.
Einn hluti þessa dulmáls snertir
Max frænda. Samkvæmt frásögn
mömmu gerðist það endur fyrir
löngu, að Max var með háan hita og
Sivii ui I hc (Ircf’onian
mjög veikur einu sinni um hávetur,
og fór út í snjóinn til að kæla sig.
Þegar hann hafði náð sér eftir þetta
asnastrik, var það fært í annála
ættarinnar. Og mamma notar hann
til viðmiðunar, þegar hún glósar um
hámark heimskunnar. Þegar hún
þarf að setja ofan í við pabba í
viðurvist annarra, þarf hún ekki
annað en að nefna nafnið Max.
,,Var ég búin að segja þér, að við
fengum bréf frá Max?” spyr hún
pabba sakleysislega, þegar hann
hefur sagt eða gert eitthvað, sem hún
telur heimskulegt. Pabbi bíður ekki
eftir því að Max verði nefndur aftur.