Úrval - 01.09.1976, Síða 45
,, HVAD HEF ÉG GER T VITLA UST, MAMMA ? ’ ’
43
um gluggann og sá hann laga á sér
hárið við bílspegilinn áður en hann
ók afstað.
Ég verð að spyrja mömmu hvað ég
hafi gert vitlaust.
Fyrir þá, sem langar til að skyggn-
ast inn í framtíðina, en vilja í raun
og veru ekki komast að neinu sem
gæti valdið þeim áhyggjum, myndi
ég mæla með fyrirboðum mömmu.
Sumir þeirra eru úr gamalkunnum
kerlingabókum: Að taka títuprjón
upp af gólfínu boðar gleðilegan dag.
Hvítar skellur á nöglunum boða gjöf.
Svo eru nokkrir óalgengir fyrirboð-
ar: Ef þú missir skeið í gólfíð
boðar það kvenmannsheimsókn (því
stærri skeið því stærri kvenmann),
en ef þú missir hníf eða gaffal boðar
það heimsókn karlmanns. Ef þú
missir niður sykur á laugardegi þýðir
það að næsta vika verður notaleg
(sæt). Það góða við alla þessa fyrir-
boða er, að þeir rætast venjulega.
Kvenmenn og karlmenn eiga það til í
töluverðum mæli að álpast inn hjá
manni og það er tiltölulega auðvelt
að gera vikuna þægilega.
Einna mest held ég upp á fyrir-
boðann, sem mamma kenndi mér
þegar ég var eitthvað átta ára.
,,Ef maður hengir út fötin sín þegar
skýjað er, og það léttir til svo sér til
sólar, þýðir það að maðurinn manns
elskar mann.” Eftir því sem árin
liðu, varð mér æ ljósar hvað það var
nærri óbrigðult, að það fór að létta til
þegar mamma hengdi út fötin sín.
Ég tók líka eftir því, að hún gáði
vandlega til veðurs áður en hún tók
saman pjönkur sínar til að fara með
út á snúru.
,,Nú, hvað, kannski ég hjálpi
svolítið til,” sagði hún þegar ég bar
þetta loks upp á hana um daginn.
,,En er það ekki svo með alla hluti
hér í heimi, að hver er sinnar
gæfu smiður?”
★
í sumar fórum við hónin í okkar árlegu ferð til baðstrandar bernsku-
áranna, þar sem við hittum alltaf gamla kunningja. Einu sinni, þegar
maðurinn minn var að glíma við öldurnar, sá hann allt í einu andlit í
sjónum hjá sér, sem kom honum kunnuglega fyrir sjónir. ,,Hæ,”
hrópaði hann. ,,Vorum við ekki saman í gagnfræðaskóla?”
,,Nei.”
,,! menntaskóla þá?”
,,Nei.”
,,En ég er viss um, að ég kannast eitthvað við þig,” hélt maðurinn
minn áfram. ,,Kannast þú nokkuð við mig?”
,,Auðvitað. Þú spurðir mig líka að þessu í fyrra.”
B. K. S.