Úrval - 01.09.1976, Page 50

Úrval - 01.09.1976, Page 50
48 URVAL persónu, sem aldrei verður rengt að sé til. Og undir þessu falska flaggi gerir pappírsfólkið alla meðborgara sína að fórnarlömbum. tJtlendingar, sem komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna felast bak við þennan pappírsskjöld, eiturlyfjasmyglarar og þeir sem lifa af því að svíkja út úr almannatryggingum, allt þetta fólk leggur meira fjárhagsok á hinn aimenna borgara en menn gera sér almennt grein fyrir. Hér eru nokkur dæmi um þann toll, sem pappírs- fólkið tekur: Tuttugu og sex ára gömul ,,móð- ir” í Camden, í New Jersey sótti um barnalífeyri fyrir fimm börn sín. Hún lagði fram fæðingarvottorð fyrir þau öll fimm. Yfírvöldin fengu óvænt vísbendingu um, að þau skyldu rannsaka þessa umsókn nánar. í ljós kom að konan hafði aldrei alið barn, en hún átti þó nokkur „persónuskilríki” ásamt sjúkratrygg- ingaskírteinum og ökuskírteinum til að sanna þau enn frekar. ,,Ef þessi vísbending hefði ekki borist, hefði hún geta aflað sér 600 dollara (111.000 kr.) á mánuði fyrir ekkert,” sagði einn leynilögreglumannanna, sem að málinu unnu. í Chicago náði lögreglan í ,,al- mannatryggingadrottningu,” sem notaði 250 mismunandi persónuskil- ríki í 16 ríkjum Bandaríkjanna til þess að mjalta sér háar fjárfúlgur — yfír 150 þúsund dollara (nærri 28 milljarðar króna) í Illinois einu eitt árið — úr hinum ýmsu tegundum almannatrygginga. Hún gaf sig út fyrir að vera atvinnulaus móðir eða ekkja og notaði að minnsta kosti 31 heimilisfang, þrjú almannatrygg- ingaskírteini, bréf upp á átta ,,látna” eiginmenn og alls 24 börn. Hún átti að minnsta kosti fjóra bíla, þar af tvo Cadillakka. Þegar hún kom fyrst fyrir rétt kom í ljós að hennar eigin lögfræðingur var ekki viss um hið rétta nafn hennar. I Kaliforníu aflaði hópur manna sér tekna með því að grannskoða smáauglýsingar í leit að einkaaðilum, sem auglýstu dýra bíla sína milliliða- laust. Vel klæddir og snyrtir héldu þeir svo á fund seljandans, vel birgir af ,,persónuskilríkjum” sem þeir höfðu fengið undir fölsku flaggi, prúttuðu við hann lengi vel um verðið en féllust loks á kaupin. Þeir höguðu alltaf svo til að þessi verslun færi fram eftir lokunartíma bank- anna. Síðan gáfu þeir út falska ávísun fyrir kaupverðinu, ,,tryggða” með þessum röngu skilríkjum, og óku á brott. Þegar seljandinn komst að því að ávísunin var einskis virði, höfðu kaupendurnir, enn með aðstoð falsaðra pappíra, selt bílinn löggilt- um bílasölum og voru farnir að svipast um eftir nýju fórnarlambi. Persónuskilríki, fengin á fölskum forsendum, duga mörgum til að lifa góðu lífi á kerfinu meðan þeir fremja glæpi sína eða komast hjá handtöku. Félagar úr Symbíónesíska frelsishern- um, sem rændu Patty Hearst, áttu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.