Úrval - 01.09.1976, Síða 53
51
Orsakir vandamála í hjónabandi eru margvts-
legar. Þó er víst raunin sú, að flest hjónabönd
eiga eitthvað sameiginlegt d þessu sviði, því
margar spurningana, sem lagðar eru fyrir
hjónabandsráðgjafa eru hinar sömu hjá fjöl-
mörgum hjónum.
TÍU ALGENGUSTU
SPURNINGARNAR
ngu, taugaóstyrku hjónin
^\\vjvs//0 SQg^u hjónabandsráð-
^ U gjafanum hvers vegna
^ þau væru komin. Þau
töluðu um stöðugt rifr-
ildi, vaxandi vonbrigði með kynlífið
og þá áleitnu tilfinningu að ástin
færi þverrandi. Loks andvarpaði kon-
an og sagði í afsökunartón: ,,Þú
hefur vafalaust heyrt þetta allt saman
þúsund sinnum.”
,,Það var rétt hjá henni,” sagði
C. Ray Fowler, framkvæmdastjóri
Sambands bandarískra fjölskyldu- og
hjónabandsráðgjafa, ,,Þótt hvert
hjónaband sé sérstætt, hafa ágrein-
ingsefni hjónabandsins tilhneygingu
til að vera áþekk. Ákveðnar grund-
vallarspurningar koma fyrir aftur og
aftur.”
Hvaða spurningar? Og hvernig
bregst reyndur hjónabandsráðgjafi
við þeim? Til þess að komast að því
leitaði ég til ráðgjafasambandsins.
sem hefur þrjú þúsund manns innan
sinna vébanda og er stærsta sam-
bandið á sínu sviði. Og hópur ráð-
gjafa veitti mér svarið:
1. HVERS VEGNA ELSKUMST VIÐ
EKKI F.INS OG VIÐ GERÐUM
ÁÐUR?
,,Hjón verða sár og vita ekki sitt