Úrval - 01.09.1976, Side 56
54
URVAL
mikilvægasti þáttur hjónabandsins
og lausn kynlífsvandans sé lífselixír
hjónabandsins.
Því er ekki að leyna, að sum hjón
sem hafa í raun og veru mjög gott
samband sín í milli geta átt vandamál
á sviði kynlífsins. En flestir hjóna-
bandsráðgjafar vita, að í flestum til-
fellum benda kynlífsvandamál til
erfiðleika á öðrum sviðum. ,,Vanda-
mál á einhverju sviði hjónabandsins
koma venjulega fram í bólinu líka,”
sagði Hohn Compere frá Winston
-Salem. Hann sagði frá einum skjól-
stæðingi sínum, sem hélt því fram að
hún væri kynköld. ,,En smám saman
kom á daginn, að henni fannst að
eiginmaður hennar gengi að henni
eins og vísum hlut og sýndi henni
enga hlýju, nema þegar hann langaði
að hafa mök við hana.” Eftir að
hjónin höfðu með hjálp ráðgjafans
fjallað um þetta, fór konan aftur að
hafa löngun til kynlífs og njóta þess
eðlilega.
4. HVERS VEGNA VERÐUR OKK-
UR SVONA MARGT AÐ ÁGREIN-
INGI ÞÓTT KYNLÍFIÐ SÉ SVONA
GOTT?
Þessi spurning getur líka verið
gríma fyrir mjög alvarlegt vandamál.
,,Oft komumst við að því, að kynlífið
erí rauninni alls EKKI eins himneskt
og fólkið vill vera láta,” sagði
Johanna Lessner frá San Diego.
En hjón, sem njóta í verunni góðs
kynlífs þrátt fyrir ósamlyndi á öðrum
sviðum þarfnast fullvissu um það, að
tilfmningar þeirra séu sómasamlegar.
„Einn skjólstæðinga minna sagði
mér,” sagði Selma Miller, ,,að ef
hún legðist með manni sínum að
nýafstöðnu rifrildi fyndist henni hún
vera hóra. Flest okkar eru alin upp
við þá hugmynd að gott kynlíf fylgi
góðu hjónabandi. Það leiðirafsér, að
ef við höfum gott kynlíf í lélegu
hjónabandi finnum við til sektar. En
það er vert að undirstrika að gott
kynlíf getur verið mikill kostur og
gefið hjónum tækifæri til þess að yfir-
vinna vandamál á öðrum sviðum.”
5. ER OF SEINT AÐ BREYTA
HLUTUNUM?
Það er aldrei of seint,” sagði
Robert Buchanan frá Seattle, ,,ef
hjónineiga ennþá eftir cinhvern snefil
af ást. Aðalatriðið er viðhorf hjón-
anna til breytingarinnar.”
Barry Cavaghan skýrði frá fjórum
hópum skjólstæðinga hjónabands-
ráðgjafa, sem líklegir eru til að
berjast móti breytingum, af því þeir
vilja raunverulega láta hjónabandið
leysast upp: 1) Ungir makar, sem
finnst hjónabandið vera dragbítur á
þá persónulega. 2) Miðaldra makar
sem leita eftir „frelsi” af því þeim
finnst lífið vera að hlaupa frá þeim.
3) Makar sem hafa ákveðið að fara frá
mökum sínum á ákveðnum tíma
(ég fer strax og krakkarnir geta séð
um sig sjálf”) 4) Fólk sem í raun og
veru vill losna úr hjónabandi en leitar
til hjónabandsráðgjafa til þess að
sanna, að hann eða hún ,,hafi
reynt.”