Úrval - 01.09.1976, Side 56

Úrval - 01.09.1976, Side 56
54 URVAL mikilvægasti þáttur hjónabandsins og lausn kynlífsvandans sé lífselixír hjónabandsins. Því er ekki að leyna, að sum hjón sem hafa í raun og veru mjög gott samband sín í milli geta átt vandamál á sviði kynlífsins. En flestir hjóna- bandsráðgjafar vita, að í flestum til- fellum benda kynlífsvandamál til erfiðleika á öðrum sviðum. ,,Vanda- mál á einhverju sviði hjónabandsins koma venjulega fram í bólinu líka,” sagði Hohn Compere frá Winston -Salem. Hann sagði frá einum skjól- stæðingi sínum, sem hélt því fram að hún væri kynköld. ,,En smám saman kom á daginn, að henni fannst að eiginmaður hennar gengi að henni eins og vísum hlut og sýndi henni enga hlýju, nema þegar hann langaði að hafa mök við hana.” Eftir að hjónin höfðu með hjálp ráðgjafans fjallað um þetta, fór konan aftur að hafa löngun til kynlífs og njóta þess eðlilega. 4. HVERS VEGNA VERÐUR OKK- UR SVONA MARGT AÐ ÁGREIN- INGI ÞÓTT KYNLÍFIÐ SÉ SVONA GOTT? Þessi spurning getur líka verið gríma fyrir mjög alvarlegt vandamál. ,,Oft komumst við að því, að kynlífið erí rauninni alls EKKI eins himneskt og fólkið vill vera láta,” sagði Johanna Lessner frá San Diego. En hjón, sem njóta í verunni góðs kynlífs þrátt fyrir ósamlyndi á öðrum sviðum þarfnast fullvissu um það, að tilfmningar þeirra séu sómasamlegar. „Einn skjólstæðinga minna sagði mér,” sagði Selma Miller, ,,að ef hún legðist með manni sínum að nýafstöðnu rifrildi fyndist henni hún vera hóra. Flest okkar eru alin upp við þá hugmynd að gott kynlíf fylgi góðu hjónabandi. Það leiðirafsér, að ef við höfum gott kynlíf í lélegu hjónabandi finnum við til sektar. En það er vert að undirstrika að gott kynlíf getur verið mikill kostur og gefið hjónum tækifæri til þess að yfir- vinna vandamál á öðrum sviðum.” 5. ER OF SEINT AÐ BREYTA HLUTUNUM? Það er aldrei of seint,” sagði Robert Buchanan frá Seattle, ,,ef hjónineiga ennþá eftir cinhvern snefil af ást. Aðalatriðið er viðhorf hjón- anna til breytingarinnar.” Barry Cavaghan skýrði frá fjórum hópum skjólstæðinga hjónabands- ráðgjafa, sem líklegir eru til að berjast móti breytingum, af því þeir vilja raunverulega láta hjónabandið leysast upp: 1) Ungir makar, sem finnst hjónabandið vera dragbítur á þá persónulega. 2) Miðaldra makar sem leita eftir „frelsi” af því þeim finnst lífið vera að hlaupa frá þeim. 3) Makar sem hafa ákveðið að fara frá mökum sínum á ákveðnum tíma (ég fer strax og krakkarnir geta séð um sig sjálf”) 4) Fólk sem í raun og veru vill losna úr hjónabandi en leitar til hjónabandsráðgjafa til þess að sanna, að hann eða hún ,,hafi reynt.”
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.