Úrval - 01.09.1976, Qupperneq 57
TIU ALGENGUSTU SPURNINGARNAR
55
6. HVERNIG GETUM VIÐ KOMIÐ
í VEG FYRIR AÐ FORELDRAR
OKKAR SÉU EILÍFLEGA AÐ
SKIPTA SÉR AF HJÓNABANDI
OKKAR?
Ungum hjónum hættir til að álíta
að þrystingur og afskiptasemi for-
eldra og/eða tengdaforéldra sé liðin
tíð. En þau komast að því, að á vissan
hátt eru foreldrarnir alltaf með börn-
um sínum. Verðmætamat, venjur og
framkoma, sem mótast á uppeldis-
árunum, allt þetta heldur sér þótt
skipt sé um umhverfi og fjölskyldu.
Þessi foreldraáhrif geta einkum kom-
ið niður á kynlífinu. ,,Um 90%
skjólstæðinga minna fá litla eða enga
kynfræðslu frá foreldrum sínum,”
sagði John Compere. ,,Sú fræðsla
sem þeir hafa fengið, er aðallega
líffræðilegs eðlis — krydduð siðferð-
islegurn viðvörunum. Fæstum hefur
verið kennt að kynlíf sé fólgið í því
að elska, gefa og njóta saman.”
Afleiðingin er sú, að rnargir eiga í
vandræðum með að vera hreinskilnir
um kynlíf sitt og njóta þess. Lyn
Wabrek, aðstoðaryfirlæknir kynlífs-
deildar Hartford sjúkrahúss í Conn-
ecticut sagði um þetta: ,,Viðkomandi
reynir ef til vill, meðvitað eða ómeð-
vitað, að tileinka sér viðhorf foreldr-
anna til kynlífs, eða þvert á móti,
gera byltingu á móti þeim. Hvort
sem ofan á verður truflar það kynvit-
und og örfun. Sem betur fer getur
hjálp sérfræðinga á þessu sviði komið
til hjálpar. ”
7. HVERS VEGNA GETUM VIÐ
EKKI TALAÐ SAMAN ÁN ÞESS
AÐ FARA AÐ RÍFAST?
Ef til vill er alvarlegasti bresturinn
í mörgum hjónajjöndum sá, að hjón-
in geta ekki rætt hreinskilnislega
saman um hvaðeina. Sumir leita á
náðir þagnarinnar, aðrir rífast. Lucy
Ulman, hjónabandsráðgjafi frá
Newton, sagði frá hjónum sem gerðu
hvort tveggja, sitt á hvað. Hún setti
þeim fyrir samtalsæfmgar. ,,Ég sagði
þeim að spjalla um hvað sem þeim
dytti í hug í hálftíma óslitið á
hverjum degi. En áður en makinn
svaraði, yrði hann að hafa dregið
kjarnann úr máli hins. Þetta krefst
þess, að hvor aðilinn um sig hlusti
vandlega á hinn. Eftir þrjá mánuði
sögðu þau mér, að rifrildi þeirra
væru orðin næsta fátíð. ’ ’
8. GET EG NOKKURN TÍMA
FYRIRGEFIÐ FRAMHJÁHALD
MAKA MÍNS?
Skýrslur sýna, að einn af hverjum
tveimur eiginmönnum og ein af
hverjum fimm konum halda fram hjá
að minnsta kosti einu sinni. Samt er
framhjáhald ævinlega sársaukafullt.
Og það gerir illt verra að ýfa sárið eða
leita hefndar. En ef makinn leitar
samviskusamlega að ástæðunni fyrir
framhjáhaldi hins getur reynst mögu-
legt og viturlegt að fyrirgefa.
,,í ansi mörgum tilvikum er fram-
hjáhald merki um að eitthvað er öðru
vísi en það ætti að vera í hjóna-