Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 67
65
Á yfirborðinu virtist hann bara vera hann.
,, GamliBen'', vingjarnlegurog alþýðlegurífasi.
En að baki yfirborðsins var að finna einn mesta
snilling mannkynsins, heimspeking, stjórnmála-
mann, vísindamann og speking.
FALIN PLÁGA
BENJAMÍN
FRANKLÍN
— Bruce Bliven —
*
*
*
>í(-
x" ann var furðulegur mað-
Híy. ur. Hver var hinn sanni
fh Benjamín Franklín? Var
ífC- það hinn kæni og snjalli
háðfugl og heimabakaði
heimspekingur? Eða var það kannski
vísindamaðurinn stórsnjalli? Var það
hagsýni og glúrni kaupsýslumað-
urinn? Eða var það byltingarseggur-
inn? Var mögulegt, að einn maður
gæti verið allt þetta — og jafnvel enn
meira>
Hið mikla frægðarorð, sem af
honum fór, hafði orðið á undan
honum, þegar hann kom til megin-
lands Evrópu í desember árið 1776,
fimm mánuðum eftir að amerísku
nýlendurnar höfðu lýst því yfir að
þær lytu ekki lengur Bretlandi
heldur væru orðnar sjálfstætt ríki.
Þessi sjötugi maður kom til megin-
landsins sem fulltrúi hinnar ,,Nýju
þjóðar”. Hann kom til þess að
reka áróður fyrir bandalag hins nýja
ríkis við Frakkland gegn Englandi.
Og enda þótt hann yrði tafarlaust
mikil hetja og brátt vinsælasti maður-
inn í Frakklandi, sem keppst var við
að mála, teikna og gera höggmyndir,
prentmyndir og smástyttur af, þá var
hann alltaf sveipaður dulúð. Hann
vakti æsandi eftirvæntingu, sem
blönduð var lotningu. Slíkt var ekki
undarlegt, því að koma hans táknaði
vanda fyrir þjóðfélagskerfí, sem
grundvallaðist á forréttindum og
— Birt í tilefni 200 ára afmælis Bandaríkjanna —