Úrval - 01.09.1976, Qupperneq 71

Úrval - 01.09.1976, Qupperneq 71
BENJAMÍN FRANKLÍN 69 ar, en markmið hans var ekki hug- myndafræðilegs eðlis heldur hagnýts, en þannig^ var því ætíð farið með Franklin. Árangurinn af námi hans, athugunum og rannsóknum á sviði raffræðinnar var sá, að hann fann upp rafþéttinn, sem er nú notaður í hverju útvarps- og sjónvarpstæki og hverju talsímakerfij og einnig eldingarvarann, sem réði niðurlögum mikils ógnvalds í lífi manna. Franklin rannsakaði einnig önnur fyrirbrigði, svo sem hitann, ljósið, hljóðið og segulaflið, og gerði fjöl- margar athuganir og rannsóknir á sviði efnafræði, jarðfræði, haffræði og líkams- og heilsufræði. Hann fann upp tilbúinn áburð, Franklinofninn og nýja gerð af gleraugum. Hann kom fram með hugmyndina um sumartíma, gerði kort af Golf- straumnum og uppgötvaði, að storm- ar snúast í hringi, um leið og þeir þjóta fram á við. Og hann kom fram með skýringu á eðli vatnsstróka í sjónum. Þar að auki var hann snjall hljómlistarmaður, lék á hörpu, gítar og fiðlu og gat skrifað á fræðilegan hátt um vandamál tónverkasköpunar. Hann hafði mjög gaman af prakk- arastrikum, en jafnvel þau voru byggð á vísindalegum grundvelli. Er hann var eitt sinn á gangi í enskum skemmtigarði á hva.ssviðris- degi, tók hann eftir öldunum á yfirborði lækjar, sem rann um garð- inn. Og hann skýrði hópi vantrúaðra vina sinna frá því, að hann gæti stillt öldurnar. Hann hélt einn síns liðs upp með læknum, skrúfaði hnúðinn af göngustaf sínum og hellti svolítilli olíu t lækinn úr hylki, sem hann hafði fyllt og stungið í stafinn. Vinir hans störðu á yfirborð lækjarins sem þrumulostnir, þegar þeir sáu, að öldurnar tók nú að lægja smám saman. Hann virtist raunar vera slíkur galdramaður, að meðan á amerísku byltingunni stóð, trúði fólk í Englandi raunverulega sögusögn um, að ,,Dr. Franklin væri búinn að finna upp vél á stærð við tannstöng- ulshylki, sem gæti eytt Sankti Páls- dómkirkjunni og breytt henni í handfylli af ösku! ’ ’ SKYLDA ÞEGNS. Brátt fann Franklin samt hjá sér ástæðu til þess að skrifa eftirfarandi orð, og það má greina eftirsjá í þeim: „Kaupsýslustörfin neyða mann stundum til þess að skjóta heim- spekilegum athugunum á frest.” Nýja þjóðin þarfnaðist hans sem sagt, og það stríddi gegn trú hans og skoðunum að leggja ekki fram sinn skerf. Franklin átti frumkvæðið að margs konar þjóðfélagslegum fram- kvæmdum á næstu árum. Hann kom fyrsta atvinnulögregluliðinu á lagg- irnar og fyrstu brunaliðssveit sjálf- boðaliðaí Philadelphiu, einnig fyrsta brunatryggingafélaginu, Pennsylvan- íuháskóla og hinu heimsfræga Pennsylvaníusjúkrahúsi. ,,Við breytum stöðugt heiminum, jafnvel þegar við höfumst ekkert að,” sagði Franklin og bætti við í hvatningarskyni: ,,Við skulum því breyta honum á ábyrgan hátt.” Boðskapur hans var upphaf að hinni bandarísku hefð persónulegrar ábyrgðar. Franklin sjálfur tók á sig ábyrgð á framkvæmdum og atburð- um æ ofan í æ. Þegar yfírvöld og íbúar heimabæjar hans sýndu ekki nóg framtak, hvað snerti varnir gegn indíánum eða stigamönnum, lagði hann sig fram til þess að afla fíár til þess að kosta einkaher í slíku skyni t)g - lagði jafnframt fé af mörkum sjálfur. Það var ekki sam-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.