Úrval - 01.09.1976, Síða 73
71
^ÚiT tjeimi læk&avísiqdanqa
BÖRN LÍÐA FYRIR REYKINGAR
FORELDR ANNA.
Sívaxandi líkur virðast benda til
þess, að foreldrar sem reykja valdi
börnum sínum með því margháttuðu
heilsutjóni.
Rannsóknir við The London School
of Hygiene and Tropical Medicine
hafa komist að þeirri niðurstöðu, að
börnum foreldra sem reykja sé tvisvar
sinnum hættara við lungnabólgu
eða bronkítis fyrsta æviárið heldur en
börnum foreldra, sem ekki reykja.
Rannsóknin leiddi ennfremur í ljós,
að börn sem þjást af sjúkdómum
í öndunarfærum fyrsta æviárið eru
líklegri en hin til þess að fá króniska
öndunarfærasjúkdóma þegar kemur
lengra fram á ævina.
Reykingar hafa nú fyrir löngu verið
gerðar ábyrgar fyrir sívaxandi lungna-
krabba, hjartasjúkdómum og ýmsum
öðrum veikindum. En þessi nýja
uppgötvun verður enn til að ófegra
reykingarnar. Líklega geta reykingar
einnig haft alvarlegar afleiðingar fyrir
fullorðið fólk, sem ekki reykir, en
þarf að lifa og hrærast á sömu stöðum
og reykingafólk.
Úr Plain Tmth
TAKIÐ LYFIÐ!
Barnið er með eyrnaverk. Því er
gefið lyf við verknum — vökvi, sem
á að taka í svo og svo mörgum
teskeiðum, nokkrum sinnum á dag í
tíu daga. Hve mörg börn fá þann
skammt, sem þeim er ætlaður?
Aðeins eitt af hverjum fimmtán, er
niðurstaða rannsóknar, sem nýlega
var gerð á barnaspítala í Buffalo í
New Yorkfylki.
Tíu dögum eftir að 300 börn höfðu
reynst vera með bólgu í miðeyra,
bað læknirinn Mary E Mattar og
aðstoðarmenn hennar, foreldrana að
koma aftur í skoðun — og hafa með
sér lyfjaflöskuna og skeiðina, sem
skammtað var í. í ljós kom, að
venjulegar heimilisteskeiðar tóku frá
tveimur millilítrum upp í níu og má
því telja þær mjög óáreiðanlega
mælieiningu. Það kom einnig í ljós,
að 53% barnanna höfðu fengið
innan við helming af því lyfi, sem
þau höfðu átt að fá, 15% höfðu
fengið minna en fullan skammt,
en aðeins 22 af þessum 300 börnum
— um 7 % — höfðu fengið það sem
þeim var ætlað. Margir foreldranna
sögðust hafa hætt að láta börnin taka
lyfið þegar þau hættu að finna til í
eyrunum. Við þessa síðari rannsókn
reyndust 20% barnanna enn hafa
talsverða bólgu í miðeyra og þurftu
að fá annan skammt af lyfinu!
Úr Todav’s Health
FÓTASVEPPUR
Margur hefur átt við fótasvepp að