Úrval - 01.09.1976, Page 77
75
Mikillafrakstur og ónœmigegn sjúkdómum eru
þeir eiginleikar, sem menn ceskja af œtum
jurtum. Sltkir eiginleikar eru samt sjaldgcefir frá
náttúrunnar hendi. En kannske er hcegt aðþróa
þessa eiginleika með hjálp kjarnorkunnar?
KJ ARN ORKURTILR AUN A-
AKURINN
— Leonid Repetsky —
55ÍM
—1*
V
ARÚÐ! GEISLAVIRKNI!
Þetta er óvenjulegur
akur, umluktur hárri
girðingu úr málmneti. Á
girðingunni er aðeins eitt
hlið, sem fólk má aðeins ganga um á
fastákveðnum tímum. Varúð! Geisla-
virkni! Þessi aðvörunarorð birtast
með rauðum, leiftrandi stöfum öðm
hverju til þess að minna gesti á, að
þetta er konungsríki kjarnorkunnar.
Þarna er um að ræða gammageisla-
akur á vegum Moskvudeildar Sovésku
rannsóknarstofnunarinnar í jurta-
ræktun, sem ber nafn erfðafræðings-
ins N.I. Vavilovs.
Vitali Shcherbakov, forstöðumað-
ur geislunarerfða- og geislunarlíf-
fræðideildarinnar, vísaði okkur inn í
snyrtilegt, lítið hús í ysta útjaðri
akursins. Þetta var eftirlitsstöðin. í
gegnum litla gluggann á húsinu
gátum við séð snjóhvítan málmhlut.
Þar var um að ræða blýhylki, en í því
var geymt hylki með geislavirkum
ísótópum.
Frá þeim beinast gammageislar í
allar áttir eins og geislar frá lampa,
sem á er lampaskermur. Þeir beinast
að jurtunum, sem verið er að gera
tilraunir með. Geislarnir eru orðnir
máttlitlir, þegar þeir hafa borist 200