Úrval - 01.09.1976, Page 81
79
C7?7 umíjugsunar'*
MENNING, HREYFING OG
UMFERÐ.
«««<<«<(«««««««««««««««««««««««««««««««««
Aramis, veist þú hvað menning er?
— Já, ég veit það vel, það er nokkuð
sem maður bónar húsgögn með.
Storm P.
<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<
Þær bækur, sem allir dást að, les
enginn.
Anatole France.
<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<
Þegar ég heyri orðið menning,
spenni ég skammbyssuna.
Hermann Göring.
<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<
Líði þrír dagar án lestrar, verður
málfarið kryddlaust.
Kínverskt spakmæli.
««««««««««««««««««««««««««««««««««««««<<
Siðfágun er jafn notaleg og líf-
stykki. Hún heldur manni stífum
þegar maður er innan um fólk, en
það er dýrðlegt að kasta henni þegar
maður kemur heim.
Sophia Loren.
««««««««««««««««««««««««««««««««««««««<<
Menntaður er sá maður, er horfir á
pylsu og hugsar um Picasso.
Alan P. Herbert.
««««««««««««««««««««««««««««««««««<«<«««
Þrennt mikilvægt heldur menn-
ingu okkar saman: Hárrúllur, líf-
stykki og rennilásar.
Mauice Chevalier.
<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<
Maðurinn getur lært tíu tungumál
til hlítar, en notar aldrei annað en
móðurmálið, þegar hann sker sig í
puttann.
Jacques Tati.
««««««««««««««««««««««««««««<<««««««««««
Ég tala sjö mál ófullkomlega.
Tribini prófessor.
««««««««««««««««««««««««««««««««««««««<<
Þegar ameríkaninn mælti með syni
sínum við mig háum rómi, meðal
annars af því að strákurinn talaði sjö
tungumál, svaraði ég: — Hugsaðu
þér, hvað hann gæti orðið góður
yfírþjónn.
Bismark.
««««««««««««««««««««««««««««««««««««««<<
Sá sem lærir af einbeitni 16 tima á
degi hverjum, getur orðið jafn fullur
þekkingar þegar hann er sextugur og
hann hélt að hann væri þegar hann
var tvítugur.
Mary Wilson Little.
««««««««<<««««««««««««««««««««««««««<<«««