Úrval - 01.09.1976, Side 88
86
ÚRVAL
sýndi mikinn skilning, en gat ekkert
gert.
Rómarbúar hafa líka fundið upp
nýtískulega þjófnaðaraðferð. Á
drynjandi skellinöðrum leggja tösku
og pelsaþjófar sig í lífshættulegar
æflngar. Dag nokkurn, þegar svalt
var í veðri, kom rómversk kona út
af snyrtistofu, og stansaði aðeins til
þess að fara í pelsinn sinn. En svo
langt komst hún aldrei: skellinaðra
sveiflaðist upp á gangstéttina og
ökumaðurinn lyfti fimlega pelsinum
af herðum hennar og þaut svo áfram.
Sömu örlög biðu jakka sem hafði
verið hengdur yfir stólbak á meðan
eigandinn borðaði morgunmat á
gangstéttarveitingahúsi.
Sumir þjófar í Róm eru kurteisir.
Eitt sinn er Alfredo Frondoni, sem er
eigandi bensínstöðvar fór í bankann
til að leggja tekjur dagsins inn hafði
hann þessa sögu að segja: ,,Þegar ég
lét peningapokann detta niður í
rennuna, heyrði ég rödd sem sagði:
,,Takk”. ,,Takk sjálfur,” svaraði ég.
Það var ekki fyrr en löngu seinna að
það rann upp fyrir honum að hann
hafði verið rændur. Ötulir þjófar
höfðu brotist inn í bankann, hengt
poka á endann á rennunni, þar sem
viðskiptavinirnir láta daglegar tekjur
í, og tíndu þannig saman allt reiðufé
um leið og það kom dettandi niður
rennuna.
Jafnvel heiðarlegir Rómarbúar not-
færa sér ringulreiðina. Opinberir
starfsmenn eru undirborgaðir, en í
staðinn geta þeir treyst því að þeir eru
næstum því aldrei reknir, þeir ákveða
sjálfír hvort þeir vilja hætta og fram
að þeim tíma leyfir lélegt starfs-
mannaeftirlit þeim að taka öll þau
aukastörf sem þeir hafa löngun til og
láta sitt eigið starf sitja á hakanum.
Verslunarmaður nokkur frá Mílano
skrapp eftir að hafa matast til opin-
berrar skrifstofu fyrirtækis síns í Róm
til að koma áríðandi máli í kring.
Þegar þangað kom var skrifstofan
auð og yfirgefin; aðeins dyravörður-
inn var á sínum stað.
„Segðu mér hvað er eiginlega um
að vera?” spurði hann. ,,Er ekkert
unnið hérna eftir hádegið?”
,,Nei, signore, það er ekki rétt
hjá yður,” svaraði dyravörðurinn.
,,Það er á morgnana sem ekkert er
unnið hérna; eftir hádegi kemur alls
enginn.”
Til að geta þrifist við svona skipu-
lag verður hinn almenni borgari að
sýna mikla hugkvæmni. Lítum aðeins
á vandamál þess að fá opinber skjöl!
Hinn almenni borgari hefur aldrei
Öll þau gögn er hann á að hafa eða þá
að hann er með röng, eða það vantar
stimpil sem allt í einu er ómiss-
andi. Hinn almenni borgari veit
þetta og embættismennirnir líka. Er
hægt að fmna úrbætur? Já, bustarella
peningaumslagið, sem ríkir í þessu
ört vaxandi skriffinnskuflóði. Á æðri
stöðum bjóða viðskiptamenn ,,sam-
bönd” sem í mörgum tilfellum hafa
hálft um hálft hlotið viðurkenningu
sem milligöngumenn milli almenn-
ings og ráðamannanna.