Úrval - 01.09.1976, Síða 93

Úrval - 01.09.1976, Síða 93
Á FERD MED KALLA 91 andi. Ég skrifa þetta ekki til að fræða aðra heldur til þess að upplýsa sjálf- an mig. Þegar eirðarleysisvírusinn hefur náð reikulum manni á sitt vald, og leiðin héðan sýnist breið og bein og ljúf, verður fórnarlambið fyrst að fínna sér góða og fuilnægjandi ástæðu til þess að fara. Fyrir útsjón- arsaman flæking er þetta ekki erfítt. Hann hefur innbyggðan garð ástæðna til þess að velja úr. Þá verður hann að skipuleggja ferð sína í tíma og rúmi, velja stefnu og ákvörð- unarstað. Og loks verður hann að taka sig til. Hvernig á að ferðast, hvað á að hafa með, hve lengi á að vera. Þessi hluti ferðar er alltaf óhjákvæmilegur og alltaf eins. Ég skrifa þetta aðeins til þess að nýbak- aðir flækingar haldi ekki að þeir hafi uppgötvað þetta, eins og táningar nýfundna synd. ÁÆTLUN MÍN VAR skýr, sam- þjöppuð og skynsamleg, held ég. í mörg ár hef ég ferðast um ýmsa hluta heims. í Ameríku á ég heima í New York, eða dvel tíma og tíma í Chicago eða San Francisco. £n New York er ekki Ameríka fremur en París er Frakkland eða London Engiand. Mér varð þannig ljóst, að ég þekkti ekki mitt eigið land. Ég, bandarískur rithöfundur, sem skrifaði um Ameríku, vann eftir minni, og minnið er þegar best lætur gölluð og skrumskælin geymsla. Ég hafði ekki heyrt málfar Ameríku, fundið lyktina af grasi og trjám og skolpi, séð hæðirnar og vötnin, litina og ljósbrigðin. Ég þekkti breyting- arnar aðeins af blöðum og bokum. Og það sem meira var, ég hafði ekki fundið landið í tuttugu og fímm ár. í stuttu máli sagt, ég var að skrifa um nokkuð sem ég þekkti ekki, og mér fannst að hjá svonefndum rithöf- undi væri þetta glæpsamlegt. Einu sinni ferðaðist ég um í göml- um bakaríisbíl, tveggja dyra skrölt- ara með dýnu aftur í. Ég stansaði þar sem fólk stansaði eða safnaðist saman, ég hlustaði og horfði og fann, og með þessu móti fékk ég mynd af landinu mínu svo nákvæma að ekkert skyggði þar á annað en mínir eigin ágallar. Svo ég ákvað að sjá landið aftur, að reyna að enduruppgötva þetta risaland. Öðru vísi gat ég ekki í rituðu máli sagt smásannleikann sem er grundvöllur meiri sannleika. Einn slæmur ágalli gerði vart við sig. Á þessum tuttugu og fimm árum var nafn mitt orðið dável þekkt. Og það er reynsla mín að þegar fólk hefur heyrt manns getið, af illu eða góðu, breytist það. Það verður, fyrir feimn' eða hvað það er sem frægðin veldur, eitthvað sem það er ekki venjulega. Þetta krafðist þess, að ég skildi nafn mitt og frægð eftir heima. Ég gat ekki kvittað í hótelbækur, hitt kunn- ingja, átt viðtöl, varla einu sinni spurt áleitinna spurninga. Og það sem meira var, tveir eða fleiri trufla umhverfisjalnvægið á framandi stað.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.