Úrval - 01.09.1976, Síða 93
Á FERD MED KALLA
91
andi. Ég skrifa þetta ekki til að fræða
aðra heldur til þess að upplýsa sjálf-
an mig.
Þegar eirðarleysisvírusinn hefur
náð reikulum manni á sitt vald, og
leiðin héðan sýnist breið og bein og
ljúf, verður fórnarlambið fyrst að
fínna sér góða og fuilnægjandi
ástæðu til þess að fara. Fyrir útsjón-
arsaman flæking er þetta ekki erfítt.
Hann hefur innbyggðan garð
ástæðna til þess að velja úr. Þá verður
hann að skipuleggja ferð sína í tíma
og rúmi, velja stefnu og ákvörð-
unarstað. Og loks verður hann að
taka sig til. Hvernig á að ferðast,
hvað á að hafa með, hve lengi á að
vera. Þessi hluti ferðar er alltaf
óhjákvæmilegur og alltaf eins. Ég
skrifa þetta aðeins til þess að nýbak-
aðir flækingar haldi ekki að þeir hafi
uppgötvað þetta, eins og táningar
nýfundna synd.
ÁÆTLUN MÍN VAR skýr, sam-
þjöppuð og skynsamleg, held ég.
í mörg ár hef ég ferðast um ýmsa
hluta heims. í Ameríku á ég heima í
New York, eða dvel tíma og tíma
í Chicago eða San Francisco. £n New
York er ekki Ameríka fremur en
París er Frakkland eða London
Engiand. Mér varð þannig ljóst, að
ég þekkti ekki mitt eigið land.
Ég, bandarískur rithöfundur, sem
skrifaði um Ameríku, vann eftir
minni, og minnið er þegar best lætur
gölluð og skrumskælin geymsla. Ég
hafði ekki heyrt málfar Ameríku,
fundið lyktina af grasi og trjám og
skolpi, séð hæðirnar og vötnin, litina
og ljósbrigðin. Ég þekkti breyting-
arnar aðeins af blöðum og bokum.
Og það sem meira var, ég hafði ekki
fundið landið í tuttugu og fímm ár.
í stuttu máli sagt, ég var að skrifa um
nokkuð sem ég þekkti ekki, og mér
fannst að hjá svonefndum rithöf-
undi væri þetta glæpsamlegt.
Einu sinni ferðaðist ég um í göml-
um bakaríisbíl, tveggja dyra skrölt-
ara með dýnu aftur í. Ég stansaði
þar sem fólk stansaði eða safnaðist
saman, ég hlustaði og horfði og fann,
og með þessu móti fékk ég mynd af
landinu mínu svo nákvæma að ekkert
skyggði þar á annað en mínir eigin
ágallar.
Svo ég ákvað að sjá landið aftur,
að reyna að enduruppgötva þetta
risaland. Öðru vísi gat ég ekki í
rituðu máli sagt smásannleikann sem
er grundvöllur meiri sannleika. Einn
slæmur ágalli gerði vart við sig. Á
þessum tuttugu og fimm árum var
nafn mitt orðið dável þekkt. Og það
er reynsla mín að þegar fólk hefur
heyrt manns getið, af illu eða góðu,
breytist það. Það verður, fyrir feimn'
eða hvað það er sem frægðin veldur,
eitthvað sem það er ekki venjulega.
Þetta krafðist þess, að ég skildi nafn
mitt og frægð eftir heima. Ég gat
ekki kvittað í hótelbækur, hitt kunn-
ingja, átt viðtöl, varla einu sinni
spurt áleitinna spurninga. Og það
sem meira var, tveir eða fleiri trufla
umhverfisjalnvægið á framandi stað.