Úrval - 01.09.1976, Page 94
92
URVAL
Ég varð að fara einn og vera sjálfum
mér nægur, eins konar skjaldbaka
með húsið sitt á bakinu.
Með allt þetta í huga skrifaði ég
aðalskrifstofu stórs fyrirtækis sem
framleiðir vörubíla. Ég skýrði frá
fyrirætlun minni og þörfum. Ég vildi
fá treikvarttonns skúffubíl, sem gæti
farið hvert sem væri ef til vill undir
erfiiðum kringumstæðum, og á þenn-
an bíl vildi ég fá lítið hús, sambæri-
legt við káetu á litlum báti. Það er
erfítt að vera með hjólhús á fjall-
vegum, það er ómögulegt og oft
ólöglegt að leggja því og á vegi þess
verða margs konar hindranir. í
fyllingu tímans fékk ég lýsingar á
farartækinu, sterku, hraðskreiðu og
þægilegu, með litlu húsi með tví-
breiðu rúmi, eldavél með fjórum
brennurum, miðstöð, kæliskáp og
ljósum, sem allt gekk fyrir gasi,
efnaklósetti, skápum, geymslurúmi
og skordýraneti fyrir gluggunum —
einmitt það sem mig vantaði. — Og
þar sem fyrirhuguð ferð mín hafði
fætt af sér meinfýsnar athugasemdir
sumra vina minna, kallaði ég bílinn
Rósínant, en þið munið að svo hét
hestur Don Quixotes.
Ég hafði ekki farið í launkofa
með fyrirætlun mína, og það leiddi
til mótsagna í hópi vina minna og
ráðgjafa. (Fyrirhugað ferðalag fæðir
af sér ráðgjafa í torfum.) Mér var
sagt að þar sem mynd mín væri eins
þekkt og útgefandinn hefði með
nokkru móti getað gert hana, kæm-
ist ég ekki spönn frá rassi án þess
að þekkjast. Leyfíð mér að segja
fyrirfram, að á tíu þúsund mílna
ferðalagi mínu um þrjátíu og fjögur
ríki bar enginn kennsl á mig.
Mér var sagt, að það að mála
nafnið Rósínant utan á bílinn með
spönsku sextándu aldar letri myndi
sums staðar vekja forvitni og spurn-
ingar. Ekki veit ég hve margir þekktu
nafnið, en svo mikið er víst að enginn
spurði nokkurn tíma út í það.
Þessu næst var mér sagt að
ókunnur maður á ferð um landið
gæti átt yfír höfði sér hnýsni og jafn-
vel tortryggni. Þetta leiddi til þess að
ég lét haglabyssu, tvo riffla og
nokkrar veiðistangir inn í. bílinn,
því það er reynsla mxn að ef maður
er að veiða físka skilji menn ferðir
hans og jafnvel fagni þeim. Raunar
eru veiðidagar mínir liðnir, ég skýt
hvorki né veiði neitt sem ég get ekki
sett á steikarpönnu; ég er of gamall
til að drepa uppá sport. Þessi svið-
setning reyndist vera óþörf.
Sagt var að númeraplötur frá
New York myndu vekja forvitni og
kannski leiða til spurninga, því þær
voru einu ytri einkennin, sem ég
hafði. Og þær gerðu það — kannski
tuttugu eða þrjátíu sinnum í allri
ferðinni. En þvílíkt samtal fór alltaf f
sama farveg, nokkurn veginn eins og
hér segir:
Staðarbúi: „New York, ha?”
Ég: ,Jamm.”
Staðarbúi: ,,Ég kom þangað
nítjánhundruð þrjátiu og átta — eða
var þrjátíu og níu? Alice, var það