Úrval - 01.09.1976, Side 100
98
ÚRVAL
skyldu sína úti við trén og lagðist
svo á teppið undir borðinu, þar sem
hann svaf næstu þrjá mánuði.
Nú eru svo margir hlutir fáan-
legir sem gera manni lífið létt.-^Á.
bátnum mínum hafði ég uppgötvað
borðbúnað úr áli og mataráhöld,
sem maður fleygir þegar búið er að
nota það. Ég opnaði dós með
kjötkássu og klappaði hana ofan á
slíkan disk og setti hann á asbest-
plötu yfír logann og lét hann hitna
hægt. Kafflð var varla til þegar ég
heyrði Kalla reka upp ljónsöskur úti.
Ég ætla ekki að lýsa því hvað það var
notalegt að fá að vita að einhver
væri að nálgast í myrkrinu. Og ef sá
sem væri að nálgast hefði illt í hyggju
myndi honum bregða í brún ef hann
þekkti ekki hið rétta eðli Kalla.
Bóndinn kvaddi dyra og ég bauð
honum inn.
,,Þetta er bara þokkalegt,” sagði
hann. , Já, reglulega notalegt.”
Hann renndi sérí sætið við borðið.
Á nóttunni má leggja borðið niður
og færa bekkina saman svo þeir verði
tvíbreitt rúm. „Notalegt”, sagði
hann aftur.
Ég hellti kaffi í bolla handa
honum. „Eitthvað út í það?”
spurði ég. „Eitthvað til að gefa því
bragð?”
,,Nei, þettaer gott. Þetta er prýði-
legt.”
,,Ekki lögg af eplavíni? Ég er
þreyttur af akstrinum. Mig langar í
lögg sjálfan.”
Hann leit á mig með dulinni
glettni, sem þeir telja þurrpumpu-
lega, sem ekki eru suðurríkjamenn.
„Myndir þú fá þér ef ég segði nei?”
,, Nei, ég hugsa ekki. ’ ’
,,Þá ætla ég ekki að hafa það af
þér — eina skeið, takk.”
Ég skenkti hvorum okkar vænan
snafs af tuttugu og eins árs gömlu
eplavíni og settist hinum megin við
borðið. Kalli færði sig til að rýma
fyrir fótum okkar og lagði trýnið á
hné méf.
Ókunnir menn sýna ferðalöngum
tillitssemi. Beinar eða persónulegar
spurningar eru óhugsandi. En það
eru líka einfaldir mannasiðir hvar-
vetna í heiminum. Hann spurði mig
ekki nafns né ég hann, en ég sá að
hann brá augunum I svip á skot-
vopnin og fískigræjurnar.
Hanarnir voru farnir að gala áður
en ég gat sofnað. Og mér fannst
loksins að ferðin væri hafin. Ég
hafði ekki almennilega trúað á það
fram að þessu.
BESTA LEIÐIN TIL að læra er að
hlusta á morgunútvarpið, sem mér
fór að þykja vænt um. Hver borg með
nokkur þúsund íbúum á sína eigin
stöð, sem kemur í staðinn fyrir gamla
staðarblaðið. Þar eru auglýst viðskipti
félagslegir viðburðir, verð á þjónustu,
skilaboð. Plöturnar, sem leiknar eru,
eru hvarvetna þær sömu. Ef ,,Teen-
Age Angel” er vinsælasta lagið í