Úrval - 01.09.1976, Síða 102

Úrval - 01.09.1976, Síða 102
100 URVAL þetta. Hún sagði að haustlitirnir kæmu henni alltaf á óvart. ,,Þeir eru dýrð,” sagði hún, ,,og dýrð er ekki hægt að muna, svo hún kemur alltaf á óvart.” 1 læknum við hvíldarstaðinn sá ég silung vaka í dökku vatninu og búa til silfurhringi sem færðust út og Kalli sá þetta líka og óð út í og varð blautur, þessi asni. Hann hugsar aldrei um framtíðina. Ég fór inn í Rósínant til þess að ná í sorpið mitt (lítið að vöxtum) til að láta í olíutunnurnar, tvær tómar dósir; ég hefði étið úr annarri en Kalli úr hinni. Um leið tók ég með mér bók út í sólina. Meðan ég sat þarna með bók í hönd kom fínn bíll og í honum nokkuð þrekin kona og ofskreytt með nokkuð þrekinn og ofskreyttan Pomeranianhundi kvenkyns. Ég gerði mér ekki grein fyrir hinu síðast- talda, en það gerði Kalli. Hann kom frarn undan olíutunnu og fannst hún falleg, franska blóðið hans ólgaði upp og hann sýndi riddaraskap sem fór ekki einu sinni fram hjá sljóum augum gæslukonu ungfrúarinnar. Hún gaf frá sér hljóð eins og særð kanína og vatt sér út úr bílnum og hefði þrifið elskuna sína upp í fangið hefði hún getað beygt sig svo mikið. Það eina sem hún gat gert var að dangla í hausinn á Kalla. Hann glefsaði eðlilega aðeins í hönd hennar áður en hann sneri sér aftur að rómantíkinni. Konan öskraði æðis- lega. Ég þreif hönd hennar og sá að þar var ekki einu sinni rispa svo ég þreif tíkina hennar, sem beit mig undir eins til blóðs áður en ég náði á henni kyrkingartaki. Kalli horfði á þetta allt með fyrirlitningarsvip. Hann vökvaði ruslatunnuna í tuttugast sinn og lagði sig. Það tók tíma að róa konuna. Ég náði í brandí, sem hefði getað drepið hana, og hún tók slurk, sem hefði átt að drepa hana. Eftir allt, sem ég hafði gert fyrir Kalla, hefði mátt halda að hann kæmi mér til hjálpar, en hann forðaðist taugasjúklinga og fyrirlítur drukkið fólk. Hann fór upp í Rósínant, skreið undir borðið og fór að sofa. Að lokum flaug mín góða frú burt með handbremsuna á, en dagurinn var eyðilagður fyrir mér. Silungur vakaði ekki lengur í læknum, ský hafði dregið fyrir sólu og það var kuldi í loftinu. Ég ók hraðar en mig langaði til og það fór að rigna, kaldri stálrigningu. Ég veitti ekki fallegu þorpunum verðskuldaða athygli og áður en langt um leið var ég kominn til Maine og hélt áfram austur á bóginn. Ég vildi óska að einhver tvö ríki gætu komið sér saman um hámarks- hraða. Rétt þegar maður er orðinn vanur einum, verður maður að venjast öðrum. Ekki veit ég hvers vegna þeir geta ekki sest við og komið sér saman um þetta. En á einu sviði eru öll ríki sammála — hvert eitt telur sig allra best og tilkynnir það
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.