Úrval - 01.09.1976, Qupperneq 108

Úrval - 01.09.1976, Qupperneq 108
106 URVAL Lciðin lá endalaust gegnum skóg- lendi og fram hjá mörgum vötnum, sem enn voru ekki lögð. Ég reyndi eftir megni að velja mjóar skógar- götur, sem gerðu ekki kröfur um lágmarkshraða. Það hlýnað í veðri og rigndi endalaust og skógurinn grét. Kalli varð aldrei þurr og lyktaði eins og hann væri farinn að mygla. Himinninn var eins á litinn og grátt ál og það var ógerlegt að sjá á þessum hlemmi hvar sólin kynni að vera svo ég hafði ekki hugmynd um áttir. Á bugðóttum vegi gat ég allt eins verið á leið suður eða vestur eða austur í staðinn fyrir norður eins og ég ætlaði. Gamla lýgin um að mosinn yxi á norðurhliðum trjánna varð mér ljós þegar ég var skáti. Mosinn vex á skuggahliðinni og það getur verið hvaða hlið sem er. Ég ákvað að kaupa áttavita í næstu borg, en það var enginn næsta borg á þessari leið. Myrkrið grúfði yfir og regnið dundi á stálþaki bílsins og rúðuþurrkurnar kjökruðu yfir támnum. Mér fannst heil eilífð liðin síðan ég hafði séð bíl eða hús eða búð því hér réði skógurinn ríkjum. Það setti að mér einmanaleik — næstum uggvænleg- an einmanaleik. Kalli var blautur og skjálfandi og hnipraði sig í sínu sætishorni og veitti engan félagsskap. Ég nam staðar rétt hjá steyptri brú en gat ekki fundið láréttan blett á hallandi vegkantinum. Jafvel Rósínant var ömurlegur og rakur. Ég kveikti á gasofninum og olíulampanum og- tveimur brennur- um á eldavélinni til þess að reka einmanaleikann á flótta. Regnið barði á þakinu. Ekkert í birgðum mínum sýndist ætilegt. Það var aldimmt og trén komu nær. Gegnum regnið heyrðist mér ég heyra raddir, eins og fjöldi manns væri að muldra og tauta fyrir utan. Kalli var eirðar- laus. Hann gelti ekki í varnaðarskyni, heldur urraði og ýlfraði á víxl, sem er ólíkt honum, hann át ekki kvöldmat- inn og lét vatnsdiskinn sinn ósnertan — og það hundur sem þarf þyngd sína af vatni daglega vegna allra trjáheimsóknanna. Ég lét algerlega undan eigin vesaldómi, smurði tvær brauðsneiðar með hnetusmjöri og fór í bólið og skrifað bréf heim til að láta þunglyndið ganga. Það stytti upp og draup af trjánum og ég fór að ímynda mér hvers konar háska. Svo fór ég að lesa til að dreifa huganum, en meðan augu mín hvörfluðu um línurnar hlustaði ég á nóttina. Þegar ég var að sofna glaðvaknaði ég við nýtt hljóð, fótatak fannst mér, eins og einhver væri að læðast á mölinni fyrir utan. Hjá mér við rúmið hafði ég sextíu sentimetra langt rafhlöðuljós, sem sendir aflmikinn geisla að minnsta kosti mílu. Ég renndi mér fram úr og tók hríðskotariffilinn ofan af vegg og hlustaði við dyrnar — og heyrði fótatakið nálgast. Þá öskraði Kalli og ég reif upp dyrnar og hellti ljósflóð- inu út. Þetta var maður í gúmmístíg- vélum og gulum olíustakk. Hann snarstansaði í ljósinu. ,,Hvað viltu?” öskraði ég.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.