Úrval - 01.09.1976, Qupperneq 110
108
LJRVAL
Guð hefur nú í nokkur ár verið félagi
okkar og lagt áherslu á samkennd. En
þessum Vermontguði var nógu annt
um mig til þess að leggja það á sig að
reyna að gera mig að betri manni.
Hann sýndi mér syndir mínar í nýju
ljósi. Þærsem áður höfðu verið litlar
og andstyggilegar og best gleymdar,
gerði presturinn nú stórar og blóm-
legar og virðulegar. Ég hafði ekki
haft mikið álit á sjálfum mér hin
síðari ár, en ef syndir mínar voru
svona reisulegar var mér óhætt að
bera höfuðið hátt enn um sinn. Ég
var ekki óþægur krakki heldur
syndari af fyrstu gráðu.
Ég var svo ánægður með messuna
að ég lét fimm dollara í samskota-
baukinn, og á eftir tók ég þétt í
hendur prestsins og þeirra af söfnuð-
inum sem ég náði til. Messan veitti
mér dásamlega fúlmennskutilfinn-
ingu sem entist alveg fram á þriðju-
dag. Mér datt jafnvel í hug að berja
Kalla svolítið til þess að veita honum
dálitla fullnægju líka, því Kalli er
aðeins lítið eitt minna syndugur en
ég. Það sem eftir var ferðarinnar
leitað ég upp messur á sunnudögum
og mismunandi trúarhópa í hverri
viku en hvergi fann ég prest á boið
við þennan í Vermont.
ÞAÐ ER REYNSLA mín að ég
dáist að öllum þjóðum og hata allar
stjórnir. Hvergi er stjórnleysishugur
minn ákafari heldur en á landamær-
um þar sem dugandi opinberir
starfsmenn gera skyldu sína í toll-
skoðun og vegabréfaeftirliti. Ég hef
aldrei á ævinni smyglað neinu.
Hvers vegna verð ég þá alltaf svona
óstyrkur, þegar kemur að tollskoðun?
Ég ætlaði að stytta mér leið gegnum
Kanada. Ég fór yfir tollbrú og yfir
einskis manns lands og þangað sem
Stars and Stripes blakti við hliðina á
Union Jack. Kandamennirnir voru
vinsamlegir. Þeir spurðu hvert ég
væri að fara og hve lengi ég ætlað að
vera, litu til málamynda inn í
Rósínant og komu loks að Kalla.
„Hefurðu vottorð um bólusetn-
ingu gegn hundaæði?”
,,Nei. Þettaergamall hundur. Það
er langt síðan hann var bólusettur.”
Annar tollvörður kom til: ,,Þá
ráðleggjum við þér að fara ekki með
hann.”
, ,En ég ætla bara að fara stutta leið
gegnum Kanada og svo aftur inn í
Bandaríkin.”
,,Við skiljum það,” sögðu þeir
vingjarnlega. ,,Þú getur farið með
hann inn í Kanada en Bandaríkin
hleypa þér ekki aftur yfir til sín.”
,,En tæknilega séð er ég enn í
Bandaríkjunum og enginn kvartar.”
,,Það verður kvartað ef hann fer
yfir línuna og kemur til baka.”
Þeir gáfu mér tebolla og Kalla
nokkrar kexkökur og voru gramir yfir
því fyrir mína hönd að ég skyldi
þurfii að snúa við af því mig vantaði
pappírsblað. Svo sneri ég við og hélt
til baka. Ég kom að lokaðri slá.
,,Ert þú bandarískur borgari?”
, Já, hér er vegabréfið.”