Úrval - 01.09.1976, Qupperneq 112
110
URVAL
Ég fór yfir lollbrúna og stansaði til
að borga. Vörðurinn hallaði sér út
um gluggann og sagði: ,,Góða ferð
— það er frítt.”
,,Hvað meinarðu?”
,,Ég sá þig fara hina leiðina áðan.
Ég sá hundinn. Ég vissi þú kæmir
aftur.
,,Af hverju sagðirðu ekkert?”
„Enginn trúir því. Haltu áfram.
Það er frítt.’’
Hann var ekki stjórnarmaður. En
stjórnarmenn láta manni finnast
maður vera svo lítill og vondur að það
tekur langan tíma að ná sér. Við Kalli
fórum á dýrasta mótelið sem við
gátum fundið þetta kvöld og ég
pantaði ís og sóda og blandaði mér
skota og síða annan. Svo lét ég
þjóninn koma og pantaði mér súpu
og steik og pund af hráu nautahakki
handa Kalla og gaf brjálæðislega
mikið þjórfé. Áður en ég fór að sofa
bugsaði ég um allt það, sem ég hefði
átt að segja við þennan vegabréfs-
skoðara, og sumt af því var ótrúlega
hnyttið og neyðarlegt.
ÉG SAT HJÁ stóru vatni í norður
Michigan og þögnin var allt í
kringum mig, þegar jeppi var snögg-
lega stöðvaður á veginum og Kalli lét
af iðju sinni til að öskra eins og !jón.
Ungur maður í stígvélum, gallabux-
um og jakka með rauðum og hvítum
köflum sté út og skálmaði til okkar.
Hann talaði með þeim hrjúfa og
óvingjarnlega hreim, sem menn nota
þegar þeir eru að gera eitthvað sem
þeim er um geð en verða að gera.
„Heturðu ekki séð skiltin? Þetta er
einkaeign.”
Venjulega hefði þessi tónn kveikt í
mér. Ég hefði rokið upp með illsku
og þá hefði hann getað rekið mig
með ánægju og góðri samvisku. Við
hefðum jafnvel getað rifist dálítið
með hörku og frekju. Það hefði verið
fullkomlega eðlilegt, en náttúrufeg-
urðin og kyrrðin drógu úr mér
reiðina, ég hikað og týndi henni
alveg. Ég sagði: ,,Ég vissi að það hlyti
að vera í einkaeign. Ég ætlaði að fara
að leita að einhverjum til að fá leyfi
og kannski borga fyrir að hvíla mig
hér.
,,Eigandinn vill ekki útilegumenn.
Þeir skilja eftir sig rusl og kveikja
elda.
,,Ekki lái ég honum. Ég veit hvað
þeir svína út. ’ ’
„Sérðu skiltið þarna á trénu? Öll
umgengni bönnuð. meðferð skot-
vopna, veiðar, tjaldstæði.”
,Jæja,” sagði ég. ,,Það munar
ekki um það. Ef það er þitt starf að
reka mig, verðurðu að reka mig. Ég
skal fara með friði. En ég var að hella
upp á. Heldurðu að húsbónda
þínum væri sama þó ég lyki við kaffið
mitt? Tæki hann það illa upp, ef ég
byði þér bolla? Þá gætirðu fyrr rekið
mig.”
Ungi maðurinn hló við. „Skratta-
kornið,” sagði hann. ,,Þú kveikir
ekki bál og þú dreifir ekki um þig
rusli. ’'