Úrval - 01.09.1976, Síða 124
122
ÍJRVAL
Nú hefur þér tekist að framkvæma
allt það, sem nauðsynlegt er, til
þess að tileinka þér nýjar heilbrigðar
átvenjur. En haltu samt áfram ,,bók-
haldi” þínu á hverjum degi t þrjár
vikur í viðbót. Þú þarfnast þessa
viðbótartíma til þess að tryggja öryggi
þessara framfara þinna og gera þér
þínar nýju átvenjur svo tamar, að þær
virðist þér eðlilegar.
Hér lýkur hinni „formlegu með-
höndlun” í raun og veru. Varan-
legar framfarir eru undir þér sjálfri
komnar. Ef þú kemst að því, að þú
ert farin að hrasa alvarlega, þegar
tírnar líða, skaltu byrja „átbókhald-
ið” á nýjan leik og halda því áfram
í 2—3 vikur. Minnstu þess, að viljir
þú hafa varanlega stjórn á líkams-
þunga þínum, verðurðu að fylgja
hinum nýju reglum, sem þú hefur
lært, og mátt ekki brjóta gegn þeim.
★
ÞUNGIR ÞANKAR.
Gamla lyftan var svo troðfull af fólki að hún neitaði að hreyfa sig.
Nokkrir stigu út úr henni, en allt kom fyrir ekki, hún haggaðist ekki.
Þá steig út úr hennt lítil og grönn kona og viti menn, lyftan fór af stað.
En í því er hún mjakaðist upp á við heyrðist konan tauta: ,,Það er ekki
vegna þess að ég sé svo þung, ég hef þara verið í svo þungum þönkum í
allan dag.
Við sjáum ekki hlutina eins og þeir eru, heldur eins og við erum.
H. M.
Maður kemst aldrei að kjarakaupum, þegar maður þarfnast
hlutanna.
B. F.
Staðfesta er dýrasta gjöfin.
H. W. L.
Flestarvélarentust betur ef þær slitnuðu ekki, sama máli gegnir um
mennina.
F. A. K.
Sá maður er ríkur, sem börnin hlaup upp um hálsinn á, þegar hann á
ekki eyri.
A. K.