Úrval - 01.03.1982, Side 13
11
Edna frænka var að koma og það var varla matarbiti til í húsinu.
Ég varsá eini sem gat bjargað heiðri fjölskyldunnar.
KRAFTAVERK
í
MATINN
— Patrick McManus —
* /K
* * Þ *
* *
EGAR ég var lítill var
fjölskylda mín hluti af
sveitaaðlinum í norður-
hluta Idaho: Það er að
ææasfög segja við áttum skikann
sem við sátum á. Hluti af okkar dag-
lega brauði um þessar mundir var
nokkuð sem amma kallaði grautinn,
samanber „þegiðu og éttu grautinn
þinn!”
Mamma kaus heldur að kalla
grautinn ,,svínaböku” eða ,,roast
beef’ eða „vöfflur”, samanber
,,þegiðu og éttu vöfflurnar þínar”.
Ein jólin, þegar sérlega illa var komið
fyrir okkur, datt henni í hug að gera
grautinn þykkari, skera hann í sneiðar
og kalla hann „kalkún”. Við björg-
uðumst frá þessari svívirðu í matar-
gerðarlist með þeim hætti að fasani
bjálfaðist til að fljúga á gluggann hjá
okkur, brjóta rúðuna og verða þannig
að fínasta jólamat sem ég hef
nokkurn tíma notið — fasana með
graut.
Á þessum tíma og þessum stað var
villibráð, hreistmð, fiðmð eða loðin,
talin guðsgjöf. Veiðar af öllu tagi
vom eins konar unaðsleg blanda af
íþrótt, trúarbrögðum og hagfræði og
þess vegna naut villibráðin ýtmstu
virðingar. Ég lít enn á veiðar sem
trúarlega baráttu. Það er fágætt sam-
band við aðra lífsvídd að fást við
stóran silung, innsæi í andaheim,
eitthvað fmmstætt og dulúðugt.
— Úr A Finc and Pleasant Misery —